Þessi er algert æði og tekur enga stund. Frábær, fljótlegur kvöldmatur frá Allskonar.is.
Uppskriftin nægir fyrir 4-5 ef þú notar kjúkling, fyrir 4 ef þú gerir grænmetissúpu (sjá neðar).
Kjúklingasúpa
- 2 msk olía
- 1 laukur, fínsaxaður
- 4 hvítlauksrif, marin
- salt og pipar
- 1 tsk reykt papríkuduft
- 1 msk tómatpúrra
- 1/2 tsk chiliduft
- 2 tsk cumin, malað
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 1.5L kjúklingasoð
- 400gr kjúklingalundir eða bringur (skorin í bita)
- 1-2 lime, safi eingöngu
- 1 avocado, í sneiðum
- 1 rauðlaukur, í hringjum
- ferskur kóríander
- nokkrar Nachos flögur
Undirbúningur: 15 mínútur
Eldunartími: 25 mínútur
Hitaðu olíuna í stórum potti við meðal hita. Steiktu laukinn og hvítlaukinn þar til laukurinn fer að verða glær og kryddaðu til með salti og pipar. Settu nú í pottinn tómatpúrruna, reykta paprikuduftið, chiliduftið og cumin og steiktu kryddið í 20-30 sekúndur eða þar til allt fer að ilma. Bættu nú út í soðinu og tómötunum og láttu suðuna koma upp. Settu þá kjúklinginn út í súpuna og lækkaðu hitann þannig að sjóði hægt og rólega. Láttu sjóða með kjúklingnum í 15 mínútur.
Taktu kjúklinginn upp úr súpunni og rífðu hann niður. Maukaðu súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél ef þú vilt hafa hana blandaða mjúka. Settu rifna kjúklinginn út í og kreistu lime safa út í, smakkaðu vel til.
Berðu fram með avocadosneiðum, hringjum af rauðlauk og nokkrum Nachos flögum ásamt ferskum kóríander.
Þessa súpu má líka gera úr grænmeti eingöngu, þá er sniðugt að nota kartöflur í staðinn fyrir kjúklinginn og setja handfylli af maískornum út í hana til að hún verði matarmeiri.
Endilega smellið einu like-i á Allskonar á Facebook.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.