Þessar eru to die for!
Uppskrift:
1 kg nautahakk
1 pakki ritzkex
1 poki púrrulaukssúpa frá Toro
Hvítlaukur eftir smekk
Aðferð :
Mylja Ritzkexið í skál, nautahakkið, púrrulaukssúpan, og hvítlaukur blandað saman. Síðan eru formaðar litlar bollur og þær léttsteiktar á pönnu. Síðan settar í eldfast mót.
1 flaska chillisósa
1/2 krukka af rifsberjahlaupi
Smá slurk af rjóma, eftir smekk
Chillisósa og rifsberjagel blandað saman við vægan hita í potti, rjóminn settur útí og þessu er svo hellt yfir bollurnar.
Sett í ofn á 170 gráður í 20 mínútur
Þessar bollur eru geggjaðar einar sér eða sem hluti af annari máltíð.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!