Hann kallar sig Barbie-manninn þessi 41 árs gamli maður en hann heitir Stanley Colorite. Hann kallar sig Barbie-manninn því hann hefur safnað þessum fyrrnefndu dúkkum í tvo áratugi og breytt heimili sínu í einskonar safn fyrir þær.
Hann býr á Flórída þar sem hann rekur þrifafyrirtæki og hann segist viðurkenna það að þetta með dúkkurnar sé alger þráhyggja en hann á yfir 2000 dúkkur og endalaust mikið af fötum og fylgihlutum. Hann segir að ef hann sjái dúkku sem hann á ekki þá verði hann að kaupa hana.
Þó hann sé búinn að fylla mikið af íbúðinni sinni af dúkkum þá stefnir hann á að fylla hvert einasta herbergi af Barbiedúkkum, en hann kaupir um 20 nýjar dúkkur á mánuði og eyðir í þær um 30 þús dollurum (3,7 milljónir krónur) á ári.