El sombrero borgarar – Rögguréttir

Stundum þá bara langar manni í sveittan borgara og verulega djúsí.

þessi kemur frá henni Röggu mágkonu og ég er að segja ykkur þeir eru osom!

Uppskrift:

500 gr nautahakk

2 egg

1 mexíkóostur

1/2 rauðlaukur

Cheddar ostur

Aðferð:

Beikon steikt og sett til hliðar, látið kólna og svo saxað í litla bita. Mexíkóostur rifinn niður með grófu rifjárni, Rauðlaukur saxaður smátt.

Hakkið sett í skál, eggjum bætt útí ásamt beikonbitum, mexíkóosti og rauðlauk. Öllu blandað vel og svo er blöndunni skipt í 4 parta, mótaðir 4 borgarar. Borgarar steiktir á pönnu eftir smekk hvers og eins cheddarostur settur á fyrir þá sem það vilja.

Fullkomnun:

4 hamborgarabrauð

Tómatar, gúrkur og kál

Avacado

Chilli majónes

Svo er bara að njóta í botn og ekki skemmir að hafa einn kaldan á kantinum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here