Harvey Weinstein sagði einu sinni að Jennifer Aniston ætti skilið að deyja, samkvæmt nýlega birtum skjölum frá réttarhöldum. Skjölin sem um ræðir eru tölvupóstsamskipti milli Harvey og þáverandi fjölmiðlafulltrúa hans, Sallie Hofmeister. Í einum tölvupóstinum skrifaði hann: „Það ætti að drepa Jen Aniston“. Þá hafði hann fengið áframsenda grein frá National Enquirer, þar sem sagt var að Jennifer hafi sakað hann um að hafa káfað á henni. Það reyndist seinna vera ósatt.
Sjá einnig: Jennifer Aniston hitti börn Brad Pitt
Fjölmiðlafulltrúi Jennifer, Stephen Huvane, staðfesti að hún hefði aldrei sakað Harvey um þetta.
„Hann komst aldrei nógu nálægt henni til að snerta hana,“ sagði Stephen í yfirlýsingu. „Hún hefur aldrei verið ein með honum. Við höfum ekki hugmynd um hvaða tölvupóst var verið að tala um.“