Mús reynir að bjarga vini sínum frá því að verða étinn

Hún var sko ekki með neitt „músarhjarta“ músin sem réðist á eiturnöðru sem var að gleypa aðra mýslu í dýragarði í Kína. Hugrökku músinni var gefið frelsi.

„Við gefum snákunum alltaf lifandi mýs“, segir umsjónarmaður snákanna „og setjum mýsnar inn í búrið til þeirra“.

Mýsnar tvær voru kvölmaturinn fyrir snákinn. „ Venjulega flýja mýsnar eins langt burtu frá snákunum og þær geta en þessi réðst á snákinn og beit hann illa þegar hann ætlaði að fara að njóta kvöldmatarins. Og hún átti sannarlega skilið að fá frelsi eftir þessa hetjulegu baráttu. Ekki tókst hetjunni að bjarga vini sínum sem snákurinn gleypti þó hausinn væri illa særður.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here