Hún Birna Jónsdóttir hárgreiðslumeistari veit hvað hún syngur þegar kemur að hári og nú þegar hárgreiðslustofur eru lokaðar…….
Ertu með rót?
Ég veit ekki hve oft ég sem hársnyrtir hef þurft að lagfæra metnaðarfullar aðgerðir kvenna sem hafa litað hárið sitt með búðarlit með það í huga að líta dásamlega vel út eða til að spara sér ferð á hársnyrtistofuna.
Útkoman af heimalitun hefur verið með mis
fallegu móti. Yndisfríðar konur mæta á hársnyrtistofuna skelfingu losnar með t.d
grænt hár, of rautt, flekkótt, of dökkt eða páskagult eftir að hafa ætlað að lýsa
hárið sitt.
Með von í hjarta um að fagmaðurinn geti lagfært þessi herlegheit mæta þær á stofuna
og hársnyrtirinn gerir sitt allra besta. Því miður í mörgum tilfellum þarf
fleiri en eina heimsókn og kostnaðurinn fyrir lagfæringu getur farið upp úr öllu
valdi og þar með fer sparnaðurinn í vaskinn.
Í ljósi reynslunnar ef þú hyggst ,,redda‘‘ rótinni með búðarlit þá langar mig að ráðleggja þér að gera það ekki. Það er enginn sem getur lagfært litinn núna og þú gætir setið uppi með skelfilega útkomu þar sem allar hársnyrtistofur eru lokaðar í það minnsta til 12 april.
Hitt er annað mál að í sumum tilfellum getur útkoman verið ágæt af heimalitun en ég myndi alls ekki taka þann séns núna þegar engin getur lagfært ef útkoman yrði skelfileg.
Gangi ykkur allt í haginn og njótum okkar náttúrulega háralitar þar til hársnyrtistofur opna á ný.
Birna
Jónsdóttir
Hársnyrtimeistari