38 ára gamall hjúkrunarfræðingur var að klára vaktina sína á sunnudagsmorgun þegar hann ákvað að kíkja inn í risastóran kælitrukk, sem var lagt fyrir utan spítalann.
„Ég tók þessa mynd til að sýna fólki,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn í færslunni sem hann setti á netið, en hann vinnur á spítala í New York.. „Þetta er hinn grimmi veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og sum okkar munu enda þarna, eða eru þarna nú þegar.“
Hjúkrunarfræðingurinn vildi ekki láta nafn síns getið, né spítalans sem hann vinnur á.
Á laugardagskvöldið sat hjúkrunarfræðingurinn hjá konu og hélt í hönd hennar á meðan hún tók sinn seinasta andadrátt.
Sjá einnig: Skelfilegt ástand á spítala í New York
„Ég hef aldrei haft þolinmæðina til að sitja svona með einhverjum sem ég þekki ekki, til að horfa á viðkomandi taka sinn seinasta andadrátt. Mér fannst peysan hennar svo flott og náttbuxurnar svo ég ákvað að stoppa aðeins og kynnast henni. Hárið hennar var svo fallega greitt og var tekið frá andlitinu með hárbandi. Kannski ef hún hefði haft hárið í andlitinu frekar, hefði hún kannski ekki endað á spítalanum. En hún dó ekki ein.“
Það sem gerir þennan vírus enn hræðilegri er, að fólk þarf oftast að deyja aleitt, einangrað frá öllu sínu fólki, af því vírusinn er svo smitandi.
Hjúkrunarfræðingurinn lýsir líka þeim ómannúðlegu aðstæðum sem eru í þeirra borg. „Ef við teljum að við höfum smitast eigum við að mæta til vinnu ef við finnum ekki einkenni. Við getum ekki fengið próf fyrr en við erum farin að sýna einkenni. Þeir vilja ekki prófa okkur því við erum líklega öll með þetta, erum svo óvarin og líklega öll veik og vitum ekki af því.“
Sjá einnig: Hraustur maður lést í sóttkví heima
Hjúkrunarfræðingurinn segir að samstarfsfólki sínu sé skammtaður hlífðarfatnaður. Þau fá eina grímu og einn hlífðarslopp fyrir hverja 12 tíma vakt. Reglurnar eru sífellt að breytast. „Reglurnar breytast daglega og enginn veit nákvæmlega hvað á að gera. Fyrir viku var okkur sagt að taka af okkur grímurnar, sem við gerðum, en svo var okkur sagt að setja þær upp aftur því svo margir af starfsfólkinu voru að greinast.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.