Íslenska listkonan og námsmaðurinn Ýrúrarí gerði þessar grímur í sóttkvínni upp á síðkastið en hún hefur prjónað allt sitt líf.
Ýrúrarí gerði nokkrar skemmtilegar grímur sem hafa vakið gríðarlega athygli jafnt hérlendis og erlendis.
Í samtali við The Reykjavik Grapevine sagði Ýrúrarí:
„Dagsdaglegt líf allra hefur breyst á sama tíma. Þetta er eitthvað sem við erum öll að upplifa, mismikið, svo ég held að við getum öll tengt við verkin á einhvern hátt.“
Glæsilegt hjá henni!
Einnig segir hún að við séum öll að takast á við ástandið í heiminum á mismunandi hátt og segir að prjónaskapurinn hjálpi henni að „halda geðheilsunni“.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.