Bauna- og kartöflukarrí

Á heimasíðu allskonar.is má finna gott safn af girnilegum uppskriftum til dæmis þessa æðislegu pastasósu.

Í þetta karrí má nota allskyns baunir; svartaugabaunir, smjörbaunir, kjúklingabaunir. Þú getur notað þurrkaðar baunir sem þú sýður sjálf/ur eða baunir úr dós.

Bauna- og kartöflukarrí f.4

  • 1-2 dósir baunir, sigtaðar og skolaðar
  • 3 kartöflur, soðnar í bitum
  • 1 paprika, rauð eða græn í bitum
  • 2 msk olía
  • 1/4 tsk cuminfræ
  • 2 negulnaglar
  • 2 grænar kardimommur
  • 1 lárviðarlauf
  • 1 lítil kanilstöng
  • 2 laukar, fínsaxaðir
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 2cm engiferrót, rifin
  •  1 msk kóríander, malað
  • 1 tsk cumin, malað
  • 1/2 tsk chiliduft
  • 3 msk tómatpúrra
  • 3 tómatar, saxaðir

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Hitaðu olíu á pönnu og steiktu cuminfræ, lárviðarlauf, kanistöng, negulnagla og kardimommur (allt heilt krydd). Leyfðu því að springa og poppa smá svo að komi góð lykt.

Bættu þá við lauknum og brúnaðu hann.

Settu þar næst engifer og hvítlauk út í og steiktu í 4-5 mínútur. Bættu þar næst við kóríanderdufti, cumindufti, chilidufti, tómatpúrru og tómötum og steiktu í 4-5 mínútur. Settu þá paprikubitana samanvið.

Bættu nú við kartöflunum og baununum og steiktu í 3-4 mínútur á meðan þú hrærir vel í. Bættu vatni við til að þynna eftir smekk. Láttu sjóða í 2-3 mínútur í viðbót áður en borið fram.

Gott með hrísgrjónum og poori brauði eða flatkökum.

Endilega smellið einu like-i á Allskonar á Facebook.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here