Rabbabarajarðarberjapæ með Toblerone súkkulaði og cruncy topp

Þessi æðislega uppskrift gæti verið á borðum víða um land þessa dagana, rabarbarar í fullum skrúða og jarðarberin að verða rauð og bústin.

Uppskriftin er frá Matarlyst.

Þetta rabbabarapæ með jarðaberjum, Toblerone og cruncy topp er afar einfallt og gott.
Ég ber það fram heitt og kalt með ís og jafnvel þeyttum rjóma.

Hráefni

500 gr rabbabari
250 gr jarðaber skorin í bita
1 dl sykur
150 – 200 gr Toblerone eða annað súkkulaði brytjið niður.

Aðferð:

Skerið rabbabara og jarðaber í bita, setjið í eldfast form. Sáldrið sykrinum yfir, blandið saman.
Setjið brytjað súkkulaði yfir, blandið saman.

Cruncy toppur

200 gr smjör við stofuhita
4 ½ dl hveiti
1 ½ dl haframjöl
1 dl sykur

Aðferð

Setjið öll hráefnin saman í skál, vinnið saman í höndum þar til smjör (við stofuhita) hefur samlagast þurrefnum.
Sáldrið deiginu jafnt yfir formið.

Bakið við 180 gráður og blástur í 45 mín.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here