Júlí er að byrja og margt framundan. Sumir eru að fara í sumarfrí og margir að ferðast innanlands. Það er því gaman að kíkja á hvað stjörnurnar munu bjóða okkur upp á.
Hrúturinn
Þó hlutirnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú vilt í þessum mánuði, ekki gefast upp. Það þýðir ekki það sem þú ert ekki að gera nóg eða sért ekki að gera rétt. Þú getur bara ekki gert allt ein/n eða hugsunarlaust. Það eru miklar breytingar handan við hornið, bæði í einkalífinu og í vinnunni. Þó svo að mikið sé að gera, ekki gleyma að lifa og njóta
Nautið
Þú getur sóað tíma þínum í þessum mánuði í að vera með eftirsjá, að hugsa um hvað þú hefðir átt að segja eða gera. Ekki gera það. Gefðu þér sjálfri/um frelsi frá fortíðinni og einbeittu þér að því sem þú getur gert í núinu. Það er svo miklu meira í þig spunnið en þú heldur. Gefðu þér tíma til að líta inn á við og einbeita þér að því að horfa fram á við. Haltu í vonina.
Sjá einnig: Stjörnumerkin – Hvernig slakar þú á?
Tvíburinn
Þessi mánuður verður mánuðurinn þar sem þú byrjar með hreinan skjöld. Losaðu þig við óheilbrigð sambönd og hluti og einbeittu þér að því að hafa fólk í kringum þig sem er gott fyrir þig. Þetta getur tekið á en er sannarlega þess virði.
Krabbinn
Í þessum mánuði mun reyna á hversu mikla trú þú hefur á þér sjálfri/um og getu þinni. Auðvitað ertu meira en hæfileikarík/ur en þú þarft bara að trúa á sjálfa/n þig. Þú þarft ekki að sanna þig fyrir neinum nema sjálfum þér og sjá annað fólk eins og það er, ekki eins og þú vilt að þau séu.
Ljónið
Þú getur þetta! Þetta eru skilaboð til þín sem þú verður að hafa í huga í þessum mánuði. Það geta verið einhverjar hindranir í vegi þínum en þú kemst yfir þær. Vertu vakandi fyrir smáatriðum og ekki leyfa ótta og fullkomnunaráráttu að vera fyrir þér. Slepptu tökunum á útkomunni og láttu heilsuna og sjálfsást vera í forgangi.
Meyjan
Þú hefur verið að læra að tjá þig upp á síðkastið. Þú þarft að læra að biðja um það sem þú vilt í ástinni og ástríðunni í lífinu. Þú munt þurfa að sýna þitt besta eðli í júlí, því tækifærin eru óteljandi. Leyfðu því sem er verið að taka úr lífi þínu, að skolast burtu. Opnaðu þig fyrir nýju fólki og nýjum háttum.
Vogin
Í þessum mánuði þarftu að takast á við tilfinningar þína og spennu sem hefur verið að safnast upp, undir yfirborðinu. Þú þarft að gera þetta til að geta átt í heilbrigðum samskiptum við aðra og heila sjálfa/n þig. Það gæti verið að þú sért að flytja, tímabundið eða varanlega. Ekki leyfa fortíðinni, samviskubiti og ótta að stoppa þig í því sem þú vilt gera.
Sjá einnig: Í hvaða stjörnumerki er þinn sálufélagi?
Sporðdreki
Þú ert stolt/ur af því sem þú veist og hæfni þinni til að vera alltaf 10 skrefum á undan. Þessi mánuður mun vera tileinkaður því sem þú veist ekki og því að endurhugsa það sem þú taldir þig vita. Þú þarft ekki alltaf að vera með allt á hreinu. Starfsframi þinn er í blóma.
Bogmaður
Í þessum mánuði munu verða miklar breytingar, sérstaklega ef þú hefur verið föst/fastur í aðstæðum þar sem þér finnst þú hafa verið notuð/aður og ekki metin/n að verðleikum. Að því sögðu, þá mun eitthvað verkefni sem þú hefur unnið að, blómstra og þú munt uppskera vel. Ekki láta óþolinmæði og lítið sjálfstraust stoppa þig í að fara fram á við.
Steingeitin
Það getur lent í ágreiningi við þá sem eru í kringum þig, en þú ert að reyna að bæta samskipti við fólkið í kringum þig með því að vera heiðarleg/ur og opin/n með það sem þú þarft. Nú er tími til að mjúk/ur, opin/n við aðra og treysta á fólkið þitt. Elskaðu og vertu elskuð/aður með öllum þínum kostum og göllum.
Vatnsberinn
Ótti, depurð og reiði eru allt tilfinningar sem manneskjan finnur fyrir. Þegar þú finnur fyrir þeim, skaltu minna þig á að þú ert ekki ein/n. Passaðu upp á þig. Ef þú getur það ekki, biddu þá um hjálp. Fólk mun hjálpa þér. Ekki gleyma að gefa þér klapp á öxlina þegar það á við, líka fyrir litlu hlutina.
Fiskurinn
Jafnvel þó allt virðist EKKI vera að ganga upp eins og þú planaðir, þýðir það ekki að þú getir ekki fengið það sem þú vilt. Það þýðir bara að þú þarft að leita betur að gleðinni núna. Mundu að þú ert sterk/ur og kraftmikil/l. Hugsaðu um þig fyrst, jafnvel þó þú þurfir að hafa fyrir því.
Heimildir: Bustle
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.