Þessi girnilega og fallega gulrótarkaka kemur frá Matarlyst.
Gulrótarkaka
• 4 egg
• 3 dl sykur
• 4 dl hveiti
• 2 tsk matarsódi
• 2 tsk kanill
• 2 tsk vanilludropar
• 1 tsk kardimommudropar
• 2 dl matarolía
• 6 dl rifnar gulrætur
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður á blæstri
Egg og sykur hrært þar til blandan er létt og ljós, þá er olíu og dropum bætt út í því hrært lítillega saman við.
Því næst er þurrefnum blandað saman við hræruna og í lokin er gulrótunum blandað saman við deigið sleif.
Setjið í 2 smurð 26 cm hringform og bakið í u.þ.b 20 mín á 180 gráðum.
Sjá einnig: Draumur með pipprjóma
Rjómaosta smjörkrem
Mæli með að gera 2 falda uppskrift af kremi ef setja á tertuna saman…Ég set alltaf krem á annan botninn í einu, frysti hinn botninn og tek út þegar löngun kemur næst í gulrótarköku bý þá aftur til krem á hana…
60 g smjör
4 dl flórsykur
5 msk rjómaostur
2 tsk vanilludropar
Aðferð
Allt sett saman í hrærivélaskálina hrærið saman um stund í u.þ.b 5 mín jafnvel lengur.