Það er örugglega ekki auðvelt að vera unglingur árið 2020. Áhrifavaldar birta myndir af sér, sem líta út fyrir að vera teknar án mikils undirbúnings og eru samt sem áður fullkomnar. Ungar stúlkur, sérstaklega, hafa óraunhæf viðmið um fegurð og hvað er venjulegt. Það er án efa erfitt að ímynda sér hvernig gullfallegt fólk getur verið myglað á morgnana, með stírur, koddafar og þornað munnvatn í munnvikunum. En sannleikurinn er sá, að við erum öll venjulegt fólk. Við erum með slit, hrukkur, appelsínuhúð, bauga, inngróin hár, húðþurrk, skelfilega hárdaga og fílapensla.
Mér datt í hug að fá þekktar konur til að sýna hvernig þær eru ómálaðar og án allrar myndvinnslu og sendi skilaboð á nokkrar konur á Facebook. Viðbrögðin við skilaboðunum voru framar öllum vonum. Flestar voru alveg til í þetta og vildu endilega vera með.
Sú fyrsta sem við ætlum að birta er samfélagsmiðlastjarnan og skemmtikrafturinn Eva Ruza.
Við þurfum auðvitað að vita hvaða förðunarvara er í uppáhaldi hjá Evu af því hún er alltaf svo sæt og svarar hún um hæl: „Ég á alltaf Bronzing gelið frá Sensai til í snyrtitöskunni og það var fyrsta snyrtivaran mín þegar ég var 15 ára. Það er gerir einhverja töfra fyrir húðina.“
Já, það er eins gott að fara að kynna sér þetta gel þar sem margar konur sem ég þekki nota þetta alltaf og geta ekki komið því orð hversu frábært það er.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.