Á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem margir hafa áhyggjur af framhaldinu og afkomu sinni, er gott að hafa nokkur sparnaðarráð uppi í erminni.
Hér eru nokkur frábær ráð til að láta matinn á heimilinu endast enn lengur:
Vorlaukurinn heldur áfram að vaxa ef þú hefur hann í glasi með vatni
Sjá einnig: Þú verður að skoða þessar myndir MJÖG VEL
Laukurinn endist í marga mánuði ef þú geymir hann í nælonsokk. Þú bindur hnút á milli laukanna og klippir svo alltaf þann neðsta til að nota.
Þú getur geymt ferskar kryddjurtir AÐ EILÍFU ef þú setur þær í klakabox með ólífuolíu. Allt í lagi, kannski ekki að eilífu en lengi. Þetta er mjög hentugt fyrir rósmarín, salvíu, timjan og oreganó. Þegar þú ætlar að nota kryddið tekurðu bara eins marga teninga og þú þarft og setur á pönnu eða hvar sem þú ætlar að nota það.
Ef hunangið er farið að kristallast þá er ekki nauðsynlegt að henda því. Hunang skemmist mjög seint svo þú getur linað það upp með því að hita það örlítið í vatnsbaði eða örbylgju.
Sjá einnig: Innlit í nýja hús J-Lo og A Rod
Mjólkin endist lengur ef þú geymir hana ekki í hurðinni á ísskápnum þínum. Hitinn þar er alltaf á flökti því verið er að opna og loka hurðinni reglulega. Ef mjólkin er ekki að fara hratt hjá ykkur er gott að hafa hana í hillu í ísskápnum.
Stundum notar maður ekki heilt avocado. Það er bara þannig. Ef þú ætlar að geyma avocado-ið er best að hafa steininn í. Það hægir á rotnuninni. Ef þú setur svo ferskan sítrónusafa eða ólívuolíu í skurðinn, verður avocado-ið grænt og fínt þó það bíði í ísskápnum.
Ekki geyma tómata í plastpoka. Það eingangrar ethylínið við tómatana sem lætur þá skemmast fyrr. Óþroskaða tómata ætti að geyma í bréfpoka, eða á pappaspjaldi og snúa stilknum niður. Þeir ættu að vera í kulda og ef þú vilt að þeir þroskist hraðar, geymirðu þá með ávöxtum. Tilbúna tómata ætti að geyma við stofuhita, án þess að snerta hvorn annan, með stilkinn upp. Ef þú ætlar ekki að borða þá strax ættirðu samt að þá í kæli.
Sjá einnig: Hreinskilni mótmælandinn
Geymdu sveppi í bréfpoka en ekki í plasti. Þeir endast MIKLU lengur.
Geymdu kartöflur í námundan við epli svo þær spíri ekki.
Frystu vorlauk í plastflösku. Passaðu bara að laukurinn sé þurr þegar þú setur hann í frost.
Heimildir: Bored Panda.