Kókosbollubomba með karamellu Rice krispies botni

Þessi kaka er náttúrulega bara eitthvað annað! Kókosbollur og fersk ber, karamella og Rice Krispies. Þetta getur ekki klikkað! Þessi uppskrift er frá Matarlyst á Facebook, smellið endilega einu like-i á þær!

Kókosbollubomba með karamellu Rice krispies botni

Rice krispies botn

60 g smjör eða smjörlíki 
150 g suðusúkkulaði
1 poki t.d góu kúlur eða fílakúlur 
5 vænar msk sýróp
120 g rice krispies

Aðferð

Bræðið saman við vægan hita smjör eða smjörlíki, súkkulaði, karamellur og sýróp. 
Bætið út í rice krispies blandið saman.
Snýðið bökunnarpappír í botn á formi, setjið rice krispies blönduna í formið þrístið henni niður, kælið í ísskáp eða látið standa á borði áður en fylling er sett á botninn.

Fylling 

1-2 bananar sneiddir 
4 dl Rjómi þeyttur
1 box kókosbollur hver og ein skorin/brotin í fent
Jarðaber eftir smekk
Bláber eftir smekk

Sneiðið banana niður setjið á botninn, þeytið rjómann setjið á botninn, raðið kókosbollum sem þið eruð búin að skera eða brjóta niður ofaná, að lokum jarðaber og bláber. Og meiri karamellusósa ef vill.

Sjá einnig: Cinnamon snúðakaka – Matarlyst

Karamellusósa

Og ef þið eruð í stuði fyrir meiri karamellu sem ég er stundum, þá bræðið þið

1 poka af kúlur
1/2 dl rjóma 

Aðferð

Bræðið saman við vægan hita þar til komið er vel saman, læt standa í smá stund til að kæla karamellusósuna, að lokum helli ég henni yfir kökuna eða set sósuna í skál og ber fram með kökunni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here