Johnny Depp hefur beðið ósigur í skaðabótamálinu á móti breska dagblaðinu The Sun. Blaðið skrifaði um Johnny að hann hefði lamið fyrrum eiginkonu sína, Amber Heard, og var það ástæða kærunnar.
Dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísað var til sönnunargagna eins og ljósmynda, hljóðupptaka og textaskilaboða og lögfræðingarnir héldu fram að hann hafi beitt Amber Heard ofbeldi þannig að hún óttaðist um líf.
Sjá einnig: Af hverju er Billie svona hógvær?
Dómarinn Andrew Nicol sagði meðal annars í dómi sínum að það sem blaðið hefði skrifað, hefði verið sannað að væri í aðalatriðum satt. „Ég komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað smáatriði 14 atvika og fleiri yfirþyrmandi sannanir sem lagðar voru til,“ sagði Andrew.