Raunverulegar konur – Ellý Ármanns

Síðustu vikur höfum við verið að birta litlar greinar um konur án farða. Ástæðan hefur verið að okkur langar að vekja fólk til meðvitundar um hvað er raunverulegt og hvað eru glansmyndir. Áhrifavaldar birta myndir af sér, sem líta út fyrir að vera teknar án mikils undirbúnings og eru samt sem áður fullkomnar. Ungar stúlkur, sérstaklega, hafa óraunhæf viðmið um fegurð og hvað er venjulegt. Það er án efa erfitt að ímynda sér hvernig gullfallegt fólk getur verið myglað á morgnana, með stírur, koddafar og þornað munnvatn í munnvikunum. En sannleikurinn er sá, að við erum öll venjulegt fólk. Við erum með slit, hrukkur, appelsínuhúð, bauga, inngróin hár, húðþurrk, skelfilega hárdaga og fílapensla. 

Í dag ætlum við að tala við Ellý Ármanns. Hún notar ekki farða dagsdaglega og það eina sem hún notar er e-olía á andlitið, sem hún segir vera algjöra snilld og á frábæru verði.

Hún segist samt nota maskara og „eyeliner“ við sérstök tilefni.

Það eru nokkrar vörur sem Ellý segist nota mjög mikið og það eru hárvörur frá Hárklinikken:

„Balancing shampoo nota ég alla daga en það þykkir hárið svo um munar og það er eins og það lifni við. Hair hydrating creme (leave – in) má skilja eftir í hárinu. Set hana í bæði í þurrt og blautt hárið. Nú, þegar ég er orðin fimmtíu ára gömul, þá skiptir mig mestu máli að líða vel. Hárið mitt fór að kvarta. Var flókið og þurrt. Þannig að mín snyrtivara er fyrir hárið. Ég treysti á eina konu í þeim efnum en það er hún Jóhanna á Unique Hár og Spa í Síðumúla. Ég leyfi mér að kaupa hárvörur sem virka og koma í veg fyrir það verður flókið og tætt,“ segir Ellý.

Djúpnæringin í þessari línu er líka alveg ómissandi að mati Ellýjar.

„Ég greiði hana í gegnum hárið eftir að ég þvæ það. Hárið vaknar og það er eitthvað viðgerðar-element í þessari hárnæringu sem hárið mitt elskar. Þessa þrennu nota ég daglega saman. Alla daga. Virkar mjög vel fyrir mig og það sem betra er, er að það er ekki sterk lykt af þessari snilld.“

Hér er Ellý án farða eins og hún er flesta daga.

SHARE