Það eru fullt af stillingum á Facebook sem við kunnum kannski ekki að nota og værum alveg til í að geta notað. Þessar stillingar kenna okkur að sjá hvernig við getum stjórnað hverjir sjá hvað og geta reynst mörgum mjög vel. Það eru til að mynda margir sem vilja birta myndir af nýfædda barninu sínu en vilja kannski ekki að ALLIR sem eru á Facebook sjái þær o.s.frv.
Sumir hugsa kannski að maður eigi ekki að vera með fólk á Facebook sem maður vill ekki deila ÖLLU með, en ég er ekki sammála því. Ég á fullt af kunningjum sem ég vil hafa á Facebook þó ég vilji ekki að það sjái hvert einasta smáatriði sem ég geri sem ég vil kannski deila með foreldrum mínum sem búa hinum megin á landinu.
Vonandi getið þið nýtt ykkur þetta eitthvað.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.