Lesandi okkar vakti athygli okkar á þessu í gær, aðfangadag. Aðstandandi lesanda er eldri borgari á höfuðborgarsvæðinu. Hún vill ekki láta nafns síns getið.
Við sem erum fullorðin vitum að maturinn er stór hluti af hátíðleikanum á aðfangadagskvöld. Að elda mat sem er ekki hversdagslegur og er jafnvel bara eldaður einu sinni á ári. Við leyfum okkur að fá extra góðan mat! Held að það sé á flestum heimilum í það minnsta.
Eldri borgarar geta fengið þjónustu þar sem þeir fá sendan heim mat og er þjónustan ætluð þeim sem eiga erfitt með að annast matseld af heilsufarsástæðum. Fólk getur verið með þjónustuna tímabundið eða í áskrift og kemur maturinn tilbúinn til hitunar.
Aðstandandi lesanda okkar fékk þennan mat á aðfangadag.
Þetta er með því ógirnilegasta sem við höfum séð. Er þetta það sem við viljum bjóða eldri borgurum okkar upp á, á sjálfan aðfangadag?
Hvað finnst ykkur lesendur góðir?