Velkomin/n til ársins 2021 kæri Vatnsberi og til hamingju með að hafa lifað árið 2020 af. Þrátt fyrir að vera fálát/ur frá náttúrunnar hendi, hefur streitan vegna heimsfaraldursins tekið sinn toll af þér. Þar sem þú ert vel gefin/n hefurðu haldið þér við efnið í Covid frekar en að sökkva þér í örvæntingu. Þú hefur haft nóg að gera við að koma fólki saman á netinu og koma hlutum í kring í „ástandinu“. Það er allt mjög göfugt en þú hlýtur að vera örmagna. Það getur verið að þú þurfir umhyggju og athygli þessa dagana. Það þarf að „smyrja vélina“ og ef það er ethygli sem þig vantar, verðurðu að leyfa þér smá auðmýkt og biðja um hjálp og stuðning. Þitt verkefni árið 2021 er að brjóta niður varnarmúrana þína og læra að setja þig í 1. sæti.
Þú átt fljótlega afmæli og þú mátt alveg vera spennt/ur yfir því. Þú mátt líka alveg láta hafa fyrir þér. Þegar Vatnsberar eru ekki að reyna að hjálpa öðrum geta þeir látið undan einangrun og aðskilið sig frá heiminum frekar en að takast á við það sem er að gerast í heiminum. Ekkert af þessu á eftir að virka á þessu ári, þar sem reikistjörnurnar standa í röð til að veita þér verðskuldaða viðurkenningu.
Þú átt það til að einbeita þér svo mikið að öllu þessu veraldlega úti í samfélaginu að þú átt það til að gleyma að veita þínum innsta hring athygli. Þú ert allt í öllu en ekki gleyma bestu vinum þínum og fjölskyldu. Þú átt það til að vanrækja maka þinn eða besta vin, en það versta er að þú vanrækir sjálfan þig. Þú verður að passa upp á þig og vinna í þér svo þú getir stigið inn í sviðsljósið almennilega. Vinnulega séð og skapandi séð þýðir þetta að þú verðir að hætta að vinna á bakvið tjöldin heldur vera það hugrökk/ur að þú getir sett nafn þitt og andlit þarna út. Þú átt athyglina skilið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.