Velkomin til ársins 2021 kæri Fiskur. Þú lifðir af seinasta ár og við óskum þér til hamingju með það. Verður nýja árið betra? Þó að það eigi eftir að koma í ljós, er eitt víst, að árið verður örugglega ekki leiðinlegt. Við eyddum miklum tíma í það, á seinasta ári, að hugsa um öryggi okkar og settum áform okkar á bið. Núnar ertu líklega farin/n að hugsa til framtíðar og veltir fyrir þér hvernig framtíðin verður.
Verkefni þitt fyrir 2021 er að lækna gömul sár og horfa fram á veginn. Þú ert andlegt merki sem finnur fyrir mikilli samkennd. Þú byrgðir inni sársauka á seinasta ári en þú nærist á samskiptum við aðra og skoðanaskiptum.
Nú kemur þú útúr kúlunni þinni og aðlagast nýjum aðstæðum. Þú þarft að læra að biðja um það sem þú vilt og þarfnast. Þú færð nostalgíu þegar þú hugsar um fyrri sambönd, sérstaklega ef þú ert á lausu núna. Í stað þess ættirðu að einbeita þér að því að vaxa sem manneskja og ef sambönd hafa ekki gengið upp í fortíðinni, verður það ekki öðruvísi ef þið reynið aftur.
Ef þér bjóðast góð tækifæri sem þér líður vel með, taktu þeim fagnandi.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.