Á tímamótum eins og áramótum förum við gjarnan yfir farinn veg og viljum gera betur en á seinasta ári. Sjálf hætti ég að drekka fyrir 11 árum og 5 mánuðum í dag. Það var mikið gæfuspor sem ég mun kannski segja frá í öðrum pistli.
Leikarinn stórkostlegi, Anthony Hopkins segir hér frá sínu „edrúafmæli“:
Anthony Hopkins byrjar myndbandið á að óska fólki gleðilegs nýs árs og segir svo að hann sé búinn að vera edrú í 45 ár. „Þetta hefur verið erfitt ár, fullt af sorg og depurð hjá fullt fullt af fólki. Fyrir 45 árum fékk ég andlega vakningu. Ég var á mjög slæmri leið, að drekka mig í hel. Ég heyrði innri rödd segja, „viltu lifa eða deyja?““ segir Anthony og bætir við að auðvitað hafi hann átt margskonar daga, góða og slæma.
„Ekki gefast upp, haldið áfram að berjast. Dagurinn í dag er dagurinn sem þú kveiðst svo fyrir í gær.“
With gratitude, I celebrate 45 years of sobriety. pic.twitter.com/fxzMRGlI4m
— Anthony Hopkins (@AnthonyHopkins) December 29, 2020
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.