Þjálfari Blake Lively deilir einföldum æfingum – 20 mín

Það eru margir með það sem áramótaheit að taka heilsuna í gegn og lifa heilbrigðara lífi, borða hollari mat og hreyfa sig meira. Við erum ekki öll svo heppin að geta verið með einkaþjálfara en það er náttúrulega allra best.

Blake Lively er með einkaþjálfarann Don Saladino. Hann birti í dögunum 20 mínútna æfingu sem allir geta gert, 2-3 í viku og virkar vel til að koma sér af stað eftir hátíðarnar. „Ég segi alltaf að styrktaræfingar séu aðalrétturinn en brennsluæfingar séu meðlætið. Mér finnst fólk oft ganga of langt í brennslunni. Styrktaræfingar brenna fitu betur en að fara bara út að hlaupa,“ segir Don. „Auðvitað er líka mikilvægt að byggja upp þolið en ég myndi ekki mæla með því að byggja æfingar þínar nánast eingöngu á brennslu.“

Þetta eru æfingarnar sem Don mælir með sem alhliða æfingu.

1. Framstigs vegasaltið – Læri, rass, core (innri vöðvar)

Stattu með mjaðmabreidd á milli fóta. Stígðu fram með vinstri fót í framstig/hlaupateygju. Færðu svo vinstri fót aftur og beygðu niður, með hægri fót fyrir framan og leyfðu þér að síga áður en þú stígur fótum saman aftur.

Endurtaktu 6 sinnum fyrir vinstri og skiptu svo um fót og gerðu 6 sinnum. mátt nota ketilbjöllu en það er ekki nauðsynlegt.

2. Skvassa og hoppa – Læri, rass, core (innri vöðvar)

Skvassaðu, sestu í átt að hælum og þegar þú réttir úr þér skaltu hoppa upp í loft.

3. Skriðið á hlið – Core (innri vöðvar), brjóstvöðvi, axlir, þríhöfði

Farðu á fjóra fætur og lyftu hnjánum frá gólfinu svo þú getir skriðið. Skríddu 6 skref til hægri og svo til baka. Endurtaktu 6 sinnum.

4. Kóbra – Rass og vöðvar í mjóbaki

Liggðu á maganum. Lyftu neðri og efri hluta líkamans upp 6 sinnum. Það er líka allt í lagi að lyfta bara efri hlutanum og svo bara neðri hlutanum ef þér finnst það betra. Spenntu rassvöðvana til að minnka álag á bakið.

Sjá einnig: Anthony Hopkins fagnar 45 árum edrú

5. Kviðæfing á bakinu – Kviðvöðvar

Leggstu á bakið. Spenntu kviðvöðvana og lyftu fótunum beint upp. Haltu mjóbakinu við gólfið. Láttu fæturnar síga hægt að gólfinu og endurtaktu 6 sinnum.

Mælt er með að taka allar þessar æfingar í einu og endurtaka eins og tími gefst, í að minnsta kosti 20 mínútur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here