5 ára drengur með krabbamein sendur 11 sinnum heim af læknum – Minnkuðu lífslíkur hans

Charlie Woolley. 5 ára gamall drengur var sendur heim 11 sinnum með krabbameinsæxli á stærð við körfubolta í kviðarholinu.

Það er hætta á því að læknar hafi minnkað lífslíkur Charlie Woolley þegar þeir töldu og sögðu að hann væri bara með hægðatregðu þegar hann var með mjög illvígt og sjaldgæft krabbamein.

Drengurinn var búinn að vera veikur í fimm mánuði og þar kom að móðir hans neitaði að fara af bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu fyrr en búið væri að taka af honum sneiðmynd.

“Það var aldrei hlustað á mig og á meðan var krabbinn að eyðileggja líkama sonar míns. Ég var alveg æf af reiði.” Segir móðir hans.

Heimilislæknirinn sagði að hann væri með hægðatregðu
Charlie, sem er einhverfur fór að kvarta um verki í maganaum í janúar á síðasta ári. Heimilislæknirinn sagði að hann væri með hægðatregðu.

Alltaf þandist maginn út og mömmu drengsins var sagt að kaupa meiri hægðalyf. Í níundu heimsókn til heimilislæknisins leit drengurinn út eins og hann væri kasóléttur. Drengurinn var ákaflega illa haldinn en samt var ekkert mark tekið á því og ekki hlustað á okkur, segir móðir hans.

Það var þegar móðir hans var með honum á Victoria sjúkrahúsinu í Blackpool að hún neitaði að fara fyrr en sneiðmynd hefði verið tekin af honum. Þetta var samykkt og þá kom sannleikurinn í ljós.

“Læknarnir sögðu mér að æxlið væri á stærð við körfubolta og lífslíkur hans væru innan við 40%.  Ef læknarnir  hefðu hlustað á okkur væru möguleikar hans nú ef til vill meiri.” segir mamma hans.

Krabbameinsfélagið segir að það geti verið erfitt að greina þetta krabbamein en þegar dregst að greina það er það mjög alvarleg því að æxlið vex mjög hratt. Félagið harmar þá kvöl sem fjölskylda drengsins verður nú að þola.


Nú er drengurinn í geislameðferð og bíður eftir að hægt verði að fjarlægja æxlið. Móðir hans er að safna peningum til að borga fyrir læknismeðferðina.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here