Söng með syni látins vinar

Einn ástsælasti söngvari sinnar kynslóðar Tom Jones varð mjög brugðið þegar sonur látins vinar hans söng lag eftir föður sinn Lonnie Donegan. Tom sjálfur gaf út lagið “I’ll Never Fall In Love Again” árið 1967 sem Lonnie hafði samið. Lagið komst í annað sæti á breska vinsældarlistanum og var einnig vinsælt í bandaríkjunum. Lonnie Donegan lést úr hjartaáfalli árið 2002 og tók það mjög Tom að missa þennan góða vin. Því varð honum brugðið þegar sonur Lonnie mætti í þáttin “The Voice” og söng þetta fallega lag.

Það gerist oft með árunum að fólk missir gæðin í röddinni og það á erfiðara með að syngja háu nóturnar. En það er alveg á hreinu að Tom Jones hefur engu gleymt né tapað.

https://www.youtube.com/watch?v=5vMx63ZCd88
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here