Streitulosandi jóganámskeið fyrir byrjendur

Þann 15. mars næstkomandi hefst jóganámskeið í Kristalhofinu sem miðar að því að kenna grunn jógastöður, rækta huga, líkama og sál. Kenndar verða öndunaræfingar og góð djúpslökun í lokin til að endurnýja líkamann, róa taugakerfið og losa um streitu. Markmið námskeiðsins er að minnka streitu, styrkja líkamann, auka liðleika, einbeitingu, jafnvægi og almenna líðan. Æðisleg aðstaða er á staðnum og hægt að fara í sauna að loknum tíma.

„Við gefum okkur oft ekki nægan tíma til að huga að okkur sjálfum, bæði líkama og sál. Leyfum stressinu stundum að ná til okkar eða ýmsum hugsunum. Hér er fullkominn tími til að slaka á í 60 mínútur, ná stjórn á huganum með öndun og jógastöðum og ná góðri hreyfingu á sama tíma.Tveir jógakennarar það sem annar jógakennarinn mun kenna á meðan hinn mun labba á milli og leiðrétta og aðstoða. Þannig fá allir þá aðstoð sem þeir þurfa,“ stendur á viðburðinum á Facebook.

Kennarar námskeiðsins verða Anna Lind og Kidda Svarfdal ritstjóri Hún.is.

Tveir jógakennarar verða á námskeiðinu þar sem annar jógakennarinn mun kenna á meðan hinn mun labba á milli og leiðrétta og aðstoða. Þannig fá allir þá aðstoð sem þeir þurfa. Kennarar námskeiðsins verða Anna Lind og Kidda Svarfdal, sem er einnig ritstjóri Hún.is.

SKRÁÐU ÞIG með því að senda póst á annafells@uglan.is eða á heimasíðunni hér.

Lesendur Hún.is fá 10% afslátt af námskeiðinu með því að nota afsláttarkóðann „hun“.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here