„Þú stendur þig vel miðað við konu“

Þrátt fyrir að við konur séum búnar að berjast fyrir jafnrétti áratugum saman, virðist það oft ganga hægt, en það gengur samt. Það er eiginlega ótrúlegt samt hvaða athugasemdir konur eru að fá dagsdaglega frá til að mynda yfirmönnum sínum.

Það er þráður á Reddit núna þar sem konur deila óviðeigandi athugasemdum sem þær hafa fengið frá yfirmönnum sínum. Hér eru nokkrar af þeim:

Ég vann einu sinni sem kaffibarþjónn og yfirmaður minn sagði við mig: „Ekki furða að þú fáir mikið þjórfé, þú ert með líkamann í það,“ svo horfði hann á brjóstin á mér. Mér leið illa allan daginn. Þetta gerði það að verkum að ég var rosalega meðvituð um mig og hvaða bolum ég var í í vinnunni.


Ég er slökkviliðsmaður. Og ég er líka kona. Fyrir nokkrum árum sagði einn af yfirmönnum mínum: „Þú ættir virkilega að íhuga að finna þér eitthvað annað starf… líkamar kvenna eru ekki gerðir til að þola svona vinnu.“

Hann fór snemma á eftirlaun sjálfur, vegna meiðsla á öxl.


Ég fór til tannlæknis þegar ég var ólétt. Það þurfti að gera við tönn og ég mætti til vinnu öll dofin og slefandi. Yfirmaður minn tók mig til hliðar og hvíslaði að mér: „Er það ekki synd hvað sæði er slæmt fyrir tennurnar?“. Ég var 29 ára og hann var á sjötugsaldri. Ég er svo glöð að vera ekki lengur að vinna fyrir þennan asna.

Sjá einnig: Melissa McCarthy hefur lést um 34 kg


Ég bað um launahækkun og var sagt að ég þyrfti hana ekki því kærasti minn þénaði nóg fyrir okkur bæði.


„Ef ég hefði vitað að þú værir með húðflúr hefði ég örugglega ekki ráðið þig.“


Yfirmaður minn sakaði mig um að vera að halda við giftan vinnufélaga minn. Svo bætti hann við: „Ef þú ert ekki byrjuð að halda við hann, þá áttu eftir að gera það.“


Fyrir tveimur dögum sagði yfirmaður minn við mig að honum líkaði ekki bolurinn sem ég væri í. Ég liti út fyrir að vera ólétt. Í gær sagði hann að það yrði aldrei neitt úr mér því ég væri með svo lítinn drifkraft.

Sjá einnig: „Við opnuðum hjónabandið“


Yfirmaður minn setti eitt sinn krumpað bréf í vasann á vinnufötum mínum og sagði að hann vildi að ég myndi henda þessu fyrir hann. Hann var ekki að grínast.


Karlkyns yfirmaður minn: „Þú kannt þetta og hefur hæfileika en ert ekki nógu vinaleg. Þú ættir að brosa meira þegar þú vinnur.“


Ég var að þrífa gluggana í eldhúsinu (partur af starfslýsingunni) og einn af yfirmönnunum sagði: „Einn daginn verður þú góð eiginkona.“


Ég var einu sinni með yfirmann sem áreitti mig kynferðislega í vinnunni. Hann kallaði mig Milf (mom I like to fuck) og sagði: „Ef ég væri myndarlegur, myndir þú senda mér nektarmyndir á kvöldin? X er myndarlegur og þú sendir honum nektarmyndir.“

Ég sendi X aldrei neinar nektarmyndir. Þessi sami yfirmaður kom líka með athugasemdir varðandi typpastærð sína og lýsti limnum fyrir mér. Ég hætti stuttu síðar.


Þegar ég var ófrísk þurfti ég að taka viku heima í veikindaleyfi. Þegar ég kom aftur sagði yfirmaður minn að „ólétta væri ekki veikindi“. Eftir að hann sagði þetta í annað skipti fór ég til hans til að segja honum hvað þetta væri óviðeigandi. Hann væri að gefa í skyn að ég væri að þykjast vera lasin. Ég er ekki viss um að hann hafi skilið mig, en hann samþykkti að segja þetta ekki aftur.

Núna vildi ég óska að ég hefði bara sagt honum að mér hefði verið að blæða og ég hefði haft áhyggjur af barninu mínu. Læknarnir höfðu líka sagt mér að halda mig í rúminu.

Sjá einnig: „Þetta var að eyðileggja geðheilsu mína“


Ég var sögð vera flatur persónuleiki og alls ekki nógu hress/lífleg. Það hlyti að vera eitthvað að mér. Ef ég myndi ekki bæta mig myndu þau finna einhvern annan í staðinn fyrir mig. Þetta var allt sagt á bakvið mig og aldrei beint við mig.


Ég var að vinna hjá stóru fyrirtæki og sat við tölvu allan daginn. Yfirmaður minn fann sig oft knúinn til að stoppa og spyrja: „Af hverju ertu svona alvarleg? Ef þú ert alltaf svona á svipinn færðu hrukkur á ennið.“ 

Ég vann í reikningum og þurfti oft mikla einbeitingu og þá sást það á mér. Það voru allir í deildinni einbeittir en ég var sú eina sem fékk þessa athugasemd. Hitt voru allt karlar. 


Þegar ég var ófrísk í annað sinn og hafði tilkynnt það í vinnunni, kom einn af yfirmönnunum og sagði: „Er mín bara strax búin að leggja hælaskónum og komin aftur í strigaskó?“ 


„Já áttu 2 börn … ertu að sækjast eftir fullu starfi?“


Eigið þið einhverjar svona sögur? Megið endilega deila þeim hér fyrir neðan.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here