Uppskriftin að þvílíkum gæðum er að finna á svonefndum Bláu svæðum en þau eru fimm í heiminum og dreifast nokkuð jafnt kringum miðbaug jarðarinnar. Þetta eru Okinawa eyjan í Japan, fjallahérað á Sardiníu, gríska eyjan Ikaría, Nicoya skaginn á Costa Rica og Sjöundi aðventistasöfnuðurinn í Loma Linda í Kaliforníu. Íbúar þessara svæða lifa lengur en aðrir og þar að auki við betri heilsu. Tíðni hjarta-og æðasjúkdóma er lægri, greind krabbamein færri, beinþynning sjaldgæfari. Lægri tíðni elliglapa og þunglyndis og öll almenn líkamleg heilsa og færni betri en annars staðar í heiminum.
Hér kemur uppskriftin!
Matarræði
- Megnið af fæðunni kemur úr plönturíkinu og þá helst baunir, heilkorn,ferskt grænmeti, ávextir, hnetur og fræ. Það er sneitt hjá unnum matvörum t.d. sykruðum mjólkurvörum og kjöti.
- Kjötneysla í lágmarki, t.d. tvisvar í mánuði, fiskur í litlum skömmtum og mjög lítið af mjólkurvörum. Egg 2-4 sinnum í viku.
- Sykurneysla takmörkuð, notuð til hátiðabrigða.
- Matsins notið í núvitund,borða hægt, leggja frá sér hnífapör milli bita, stærstu máltíðirnar fyrri hluta dags og léttari máltíð seinni partinn, ekki pakkfylla sig.
- Náttúrute daglega annars bara drukkið vatn, kaffi og léttvín í hófi.
Líkamleg virkni.
- Heilbrigðir lifnaðarhættir, ekki reykja og gæta hófs og samfélagið er samtaka í því.
- Hreyfing og áreynsla er samofin daglegu lífi með því að ganga á milli staða, sinna garðrækt, nota frekar líkamlegt afl í heimilisstörfum og færri hjálpartæki, félagsleg hreyfing eins og dans.
- Jafnvægi á líkamlegu álagi og hvíld. Ná niður streitu með reglulegri hvíld og bænum.
Sjá einnig: Hún ól barn 66 ára – Hvernig er lífið 15 árum seinna?
Félagsleg virkni
- Taka þátt í samfélaginu með sjálfboðavinnu og samfélagslegri vinnu.
- Áhersla á fjölskyldutengsl og rækta vini og ættingja, hittast oft og hafa fjölskyldu nærri.
Tilgangur
- Geta skilgreint tilgang í lífinu sem felst oft í trúarræktun, viðhalda siðum og venjum. Hafa ástæðu til að fara á fætur á morgnana
Þetta eru siðir sem fólk hefur viðhaldið alla ævi og eru þeim eðlilegir og sjálfsagðir. Ef við viljum auka líkurnar á lengra og hraustara lífi getum við tamið okkur þessa siði, það er aldrei of seint.
Höfundur greinar
- Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Allar færslur höfundar
Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is