Súkkulaðibitakökur

Þessar æðislega uppskrift af súkkulaðibitakökum kemur frá Matarlyst á Facebook og heyrst hefur að þær séu mjög líkar hinum víðfrægu Subway kökum.

Súkkulaðibitakökur

120 g smjör
100 g púðursykur
50 g sykur
2 eggjarauður stórar
1½ tsk vanilludropar
190 g hveiti
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
150 g súkkulaðidropar

Aðferðir

Þeytið saman smjör, púðursykur og sykur þar til létt ca. 3 mín, bætið út í eggjarauðum og vanilludropum, þeytið það til létt og ljóst. Bætið út í hveiti, matarsóda og salti, vinnið þar til komið er saman, í lokin bætið þið út í súkkulaðidropum, blandið saman.

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.

Setjið bökunarpappír á ofnplötu, hver kaka er ca ein væn matskeið setjið 9 kökur á hverja plötu. Uppskrift er u.þ.b 18 kökur fer eftir stærð.
Bakið í 10-12 mín við 180 gráður og blástur.
Takið kökurnar út rennið þeim ásamt bökunarpappírnum á borðið látið standa í 10 mín. Gott að setja svo á grind þangað til þær kólna alveg.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here