Keratín er mjög sterk prótein tegund sem er uppistaða sem finnst í til dæmis; húð, hári, nöglum og tönnum. Amínó sýrur sem forma keratínið hafa nokkra einstaka eiginleika og stjórna meðal annars hvort keratínið sé hart eða mjúkt og sveigjanlegt.
Vertu meðvituð um hvað þú notar í hárið þitt.
Simply smooth prófar vandlega allt keratin sem er notað í vörurnar samkvæmt gæðastöðlum og heilbrigðislögum í USA, Kanada og Evrópu til að tryggja að varan sé alveg eins og hún á að vera; Formeldahýð frítt keratín sem má nota hvar sem er í heiminum.
Fallegt hár er heilbrigt hár
Simply smooth vörurnar innihalda meðal annars; vanillin unnið úr vanilla pod, A – C – E vítamín, magnesíum og epla aldinkjöt sem ýtir undir að hárið verður einstaklega mjúkt og heilbrigðara.
Segðu bless við þurrt og úfið hár!
Þegar hár verður þurrt, úfið og óviðráðanlegt gæti það verið vegna þess að keratínið á þínu náttúrulega hári er lítið. Ástæður þess að keratínmagn utan á þínu eigin hári geta minnkað geta t.d. verið ef hárið hefur verið verið mikið litað, veðurfar (mikið frost, þurrt loft), ef permanentefni hefur verið notað, salt úr sjónum, klór úr sundlaugum og jafnvel sum efni í hárvörum sem eru notaðar.
Simply smooth hefur hannað hárlínurnar sínar sérstaklega til þess að hjálpa þér að vernda og byggja upp keratínið á þínu eigin hári. Þú sérð árangurinn strax!
Hér er Facebook síða þeirra og hér getur þú pantað vörurnar – Keratin.is
Við ætlum að gefa einum heppnum lesanda Simply Smooth hárpakka og það eina sem þú þarft að gera er að kommenta hér fyrir neðan.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.