Móðir fann upp á leið til að láta börnin hætta að slást

Það kannast flestir við það, sem eiga fleiri en eitt barn, að þau eiga það til að láta eins og villidýr og láta hnefana ráða í samskiptum við hvort annað. Kona nokkur, Diksha Basu, sem er móðir og rithöfundur prófaði nýja tækni til þess að láta börnin sín hætta að láta svona og reyna að halda friðinn. Hún skrifaði þetta á Twitter hjá sér:

„Ég sagði börnunum mínum að þau hefðu leyfi til að lemja hvort annað einu sinni á dag, svo þau ættu að hugsa það vel og vandlega hvenær þau vildu „nýta sitt“ högg. Þau skyldu ekki eyða sínu höggi í einhverja vitleysu. Núna stend ég þau að því að ræða það í ró og næði hvenær þau ætli að lemja hvort annað (ofbeldið hefur því hætt, ég er snillingur!)“

Sjá einnig: Hún hefur lést um helming

Margir foreldrar hafa deilt þessari færslu Diksha Basu og komið með fleiri sniðug ráð varðandi barnauppeldi.

Kæru lesendur eigið þið einhver svona sniðug ráð varðandi barnauppeldi? Endilega deilið þeim hér fyrir neðan.

SHARE