Það er eitthvað við djúpsteiktan fisk sem er svo gott. Þessi uppskrift kemur frá Ragnheiði á Matarlyst. Algjörlega dásamlegur matur.
Hráefni orly deig
250 g hveiti
2 msk aromat
u.þ.b 320-350 ml ískaldur pilsner
Aðferð
Blandið þurrefnum saman, bætið pilsner út í pískið saman. Gott er að salta fiskinn örlítið, ásamt því að setja örlítið af chili explosion frá Santa María á fiskinn(val)
Veltið fisknum upp úr orly deiginu, setjið beint ofaní í heita olíuna í u.þ.b 3-4 mín.
Takið uppúr þegar deigið er orðið gullið, setjið beint á t.d dagblað. Passið að setja ekki nema 3-4 bita ofaní pottinn í einu. Athugið að magn af fiski fer eftir fjölda einnig þessi grunnuppskrift af orly deigi.
Olía
Hitann á olíunni miða ég við þegar ég sting trésleif ofaní pottinn, þegar litlar bubblur myndast í kringum sleifina er hún klár.