Þriggja barna móðir var búin að vera í dái í tíu daga þegar hún vaknaði aftur. Þá fannst henni hún vera unglingur og kannaðist hvorki við manninn sinn né börnin sín.
Þegar Sara var komin aftur til meðvitundar hélt hún að Cris, maðurinn hennar væri hjúkrunarmaður af því hann var alltaf inni hjá henni. Og svo vaknaði ástin aftur!
“Ég hafí ekki hugmynd um hvaða börn þetta voru sem alltaf voru að heimsækja mig, hélt að einhver annar en ég ætti þau og kallaði þau bara einhverjum nöfnum sem mér duttu í hug. Merkilegt hvað þau voru ánægð að koma í heimsókn til mín. Svo kom að því að ég spurði hvort ég væri mamma þeirra og átti erfitt með að trúa því þegar mér var sagt að svo væri.”
“Fjölskyldan kom til mín og mér fannst þau öll vera öðruvísi en þau áttu að vera. Mér fannst þau vera orðin svo gömul.”
Sara áttaði sig ekki á hvar hún var og þegar hún leit í spegil brá henni illa.
“Ég var bara í minni eigin veröld og það var alveg ótrúlega erfitt að reyna að tengjast sjálfri mér og öðrum aftur. Ég horfði á myndbönd af okkur og myndir til að reyna að muna hvernig allt var áður en oft fannst mér að ég væri að horfa á einhverja aðra manneskju en mig“.
Sara á ekki nógu mörg eða falleg orð til að þakka manni sínum alla hjálpina og hugkvæmnina við að ná áttum og þekkja sjálfa sig og aðra aftur. Hún vaknar enn oft á morgnana og kannast ekkert við manninn sem liggur i rúminu hjá henni.
Hreyfifærnin og samhæfingin er ekki enn komin að fullu og Sara getur ekki enn stundað vinnu sína.
„Ég var lengi að reyna að muna í smáatriðum hvernig ég var fyrir heilablóðfallið En það er auðvitað ekki rétt. Ég verð að sætta mig við það sem gerðist og vera sú manneskja sem ég nú er.
Minningarnar koma smám saman og nú nýt ég þess að vera með börnunum og Cris og tek einn dag í einu.
Mig langar til að segja við þá sem nú eru að berjast í svipuðu og ég gekk í gegnum- maður kemst í gegnum þetta, segir Sara að lokum.