4 særandi hlutir sem foreldrar segja oft við börnin sín

Það ætlar sér ekkert foreldri að segja leiðinlega og særandi hluti við börnin sín, en það gerist. Við getum verið þreytt, barnið er að ýta á alla takkana okkar og við að biðja það í 100. skipti að ganga frá hlutunum sínum. Það getur verið, að í svona ástandi, séum við ómeðvitað að endurtaka það sem sagt var við okkur, þegar við vorum að alast upp, án þess að átta okkur á því að það hafi sært okkur sem persónur.

Það er gott að vita hvað það er sem við segjum sem getur verið særandi og Huffington Post fór á stúfana og talaði við sérfræðinga í þessum málum. Það sem þú ættir að stroka út úr þínum orðaforða er eftirfarandi:

1.„Þetta er ekki svona mikið mál“

Krakkar eiga það til að gráta og brotna niður útaf hlutum sem virðast lítið mál og frekar kjánalegir og segir einni sérfræðinganna að við ættum ekki að gera lítið úr þeim. „Þessi litlu vandamál, og tilfinningarnar sem þeim fylgja, eru í augum barnanna RISASTÓR,“ segir Amy McCready. „Þegar við gerum lítið úr tilfinningalegum viðbrögðum þeirra við þeirra upplifunum erum við í raun að segja „það skiptir ekki máli hvernig þér líður“ eða „það er kjánalegt að líða svona“.

Prófaðu þetta frekar:

Taktu þér tíma til að skilja hlutina útfrá þeirra sjónarhorni. Amy mælir með að segja eitthvað eins og „Þú lítur út fyrir að vera hrædd/ur, pirruð/aður eða vonsvikin/n núna. Eigum við að tala um það og finna út hvað við eigum að gera?“. Þegar upp er staðið ertu að kenna barninu að þekkja tilfinningar sínar og láta þau vita að þú ert til staðar fyrir það.

2. „Þú gerir mig svo leiða/n þegar þú gerir þetta“

Já já það getur verið leiðinlegt þegar barnið þitt hlustar ekki en það er mjög mikilvægt að setja, og halda mörkunum án þess að setja tilfinningar þínar inn í þetta líka. „Þegar börnunum líður eins og þau geti ákveðið hvort þú ert glöð/glaður, döpur/dapur eða reið/ur munu þau með gleði nýta sér það í framtíðinni til að ýta á takkana þína,“ segir Amy. „Þau geta meira að segja haldið þessu áfram í framtíðinni og þetta getur haft neikvæð áhrif á sambönd þeirra utan heimilisins.“

Prófaðu þetta frekar:

Settu þau mörk sem þér hentar eins og „það er ekki í lagi að hoppa á sófum“ og gefðu þeim svo valið um að „leika hljóðlega inni eða fara út að leika“.

Sjá einnig: Móðir fann upp á leið til að láta börnin hætta að slást

3. „Þú átt að vita betur“

Þegar þú segir eitthvað eins og „þú átt að vita betur“ ertu í raun að láta barnið þitt fá samviskubit eða láta það skammast sín svo það breyti hegðun sinni. Þetta gerir það að verkum að barnið fer í vörn sem gerir gerir það minna móttækilegt til að hlusta og dregur úr sjálfstrausti þess. „Ef þú segir barninu að það eigi að vita betur og það gerði það greinilega ekki, ertu að gefa þeim skilaboðin: „þú ert of vitlaus/óþrosku/aður til að geta tekið góða ákvörðun.“,“ segir Amy.

Prófaðu þetta frekar:

Amy stingur upp á að segja frekar „Hmm við erum með eitthvað vandamál hérna. Hvernig getum við lagað þetta?“. Þá séum við að einbeita okkur að lausninni, ekki vandamálinu. Þannig kennum við barninu að leysa vandamál og laga það sem miður fer.

4. „Leyfðu mér að gera þetta“

Þegar þú ert að hlaupa út um dyrnar heima hjá þér og ert að bíða eftir að barnið þitt klári eitthvað mjög einfalt verkefni, og þér finnst það taka endalausan tíma, langar þig kannski að taka þetta úr höndunum á því og gera þetta bara. Reyndu að gera þetta ekki. „Með þessu segirðu við barnið þitt að það geti ekki gert þetta og hitt, sem er dregur úr sjálfstrausti barnsins og er mjög pirrandi,“ segir Amy.

Prófaðu þetta frekar:

Hægðu á þér og gefðu barninu tækifæri og tíma til að klára verkefnið sitt eða gerðu barninu ljóst að þið séuð að drífa ykkur. „Þú getur líka sagt eitthvað eins og: „Ég ætla að hjálpa þér núna af því við erum sein en þú mátt gera þetta sjálf/ur næst,““ segir Amy

SHARE