Hvort sem maður hefur gengið með barn eða ekki þá vita það flestir að allt sem kona borðar og setur ofan í sig hefur áhrif á barnið sem hún ber undir belti. Það ætti því ekki að koma á óvart að reykingar hafa gríðarleg áhrif á fóstur.
Vísindamenn í Durham háskóla og Lancaster háskóla rannsökuðu áhrif reykinga á börn í móðurkviði á 24. – 36. viku meðgöngu. 20 ófrískar konur tóku þátt í rannsókninni og voru 16 af þeim reyklausar og 4 af konunum reyktu. Þær sem reyktu, reyktu að meðaltali 14 sígarettur á dag. Hér eftir munum við ekki tala um „fóstur“ heldur „barn“.
Sjá einnig: Sambandsráð frá fráskildum manni
Vísindamennirnir birtu 80 sónarmyndir eftir rannsóknina sem sýna hvernig barnið í móðurkviði, bregst við þegar móðir þess dregur að sér sígarettureykinn. Það er eiginlega vægast sagt hryllilegt að sjá þessar myndir, svo ekki sé meira sagt.
Börnin sem eru móðurkviði kvennana sem reyktu voru að setja hendur fyrir andlitið á sér og hreyfðu munninn meira en vanalega þegar móðirin var að draga ofan í sig reykinn (sjá efri röð).
Sjá einnig: Hvað eldir þig jafn mikið og reykingar?
Vísindamenn sögðu: Börn sem eiga móður sem reykir á meðgöngu hreyfir munninn óeðlilega mikið, miðað við önnur fóstur. Ástæðan fyrir þessum hreyfingum er talið að megi rekja til taugakerfis barnsins. Hreyfingar í andliti þroskast ekki á sama hraða og hjá börnum sem eiga reyklausa móður.
Einn vísindamanna rannsóknarinnar: Dr. Nadja Reissland, hafði þetta að segja um niðurstöðurnar: „Niðurstöðurnar okkar benda til þess að stress og þunglyndi getur haft mikil áhrif á fóstur og það þarf að meðhöndla. Að auki benda niðurstöðurnar til þess að ef barnið er verður fyrir áhrifum nikótíns hefur það töluvert meiri áhrif á fósturþroskann en stress og þunglyndi.“
Sjá einnig: Hættu að reykja og útlit þitt mun bætast
Vísindamennirnir segja að þó þessi rannsókn hafi verið gerð í tilraunaskyni og þörf sé á miklu stærri og viðameiri rannsókn til að skilja áhrif reykinga, þunglyndis og stress á fósturþroska, er alveg ljóst að reykingar á meðgöngu eru skaðlegar.