10 leiðir til að minnka sykurneyslu

Sykur er í nánast öllum mat í dag en í mismiklum mæli þó. Talið er að meðalneysla á sykri sé um 50 kíló á mann á ári á Íslandi og hefur mikið verið fjallað um skaðsemi sykurs á heilsu fólks.

10 góðar leiðir til þess að minnka sykurneyslu án mikillar fyrirhafnar:


1. Morgunkorn 

Einn vinsælasti morgunmaturinn, sérstaklega hjá börnum, er morgunkorn sem getur innihaldið mikið magn af sykri. Einföld leið til að minnka sykurinn í upphafi dags er að borða frekar hafragraut eða t.d súrmjólk með múslí. Ef morgunkorn er á borðum er hægt að velja sykurlítið morgunkorn og í stað þess að sykra það má bæta út í rúsínum, abríkósum og öðrum þurrkuðum ávöxtum til að gera það sætara.

2. Gosdrykkir og djús 

Gosdrykkir og djús eru að stórum hluta sykur en oft er sykur stærsti hluti drykkjarins á eftir vatni. Vatn er að sjálfsögðu besti drykkurinn en ef kranavatnið heillar ekki má „krydda“ það með því að skera niður lime, sítrónu, appelsínu eða epli til að bragðbæta vatnið á náttúrulegan hátt.

3. Sætabrauð 

Sætabrauð með kaffinu. Þar er einfalt mál að skipta sætabrauðinu út með grófara brauði með áleggi. Það er líka orka sem endist manni lengur inn í daginn.

Sjá einnig: 11 ástæður fyrir því að þú ert alltaf þreytt/ur

4. Hunang í stað sykurs 

Í mjög mörgum tilfellum má skipta sykri út með hunangi sem er dísætt, en mun hollara en hvítur sykur.

5. Minni bitar

Það er ósanngjarnt að fara fram á að fólk hætti að borða súkkulaði. Það er einfaldlega of gott til þess. Hins vegar eru litlir bitar alveg jafn bragðgóðir og stórir bitar. Taktu lítinn bita og njóttu hans í botn með því að láta hann bráðna upp í þér.

6.Farðu var­lega í gervisæt­ur

Gervisæt­ur eru oft ekk­ert betri en hvít­ur syk­ur og marg­ar þeirra geta or­sakað maga­verki og 
óþæg­indi. Nýttu þér frem­ur nátt­úru­lega sætu­gjafa og stilltu þeim í hóf.

7. Hafðu það svart

Fljótleg og auðveld breyting sem þú getur strax framkvæmt er að nota ekki sykur til að sæta kaffið þitt eða teið.

8. Svefn

Sofðu meira, hvíldu þig og taktu slökun. Þegar þú ert uppspennt/ur mun líkaminn frekar 
krefjast orku í formi sykurneyslu. Þessi löngun er oft vegna svefnleysis, við förum of 
seint að sofa eða vöknum of snemma allt árið um kring.

Sjá einnig: 5 atriði sem þú ert líkleg/ur til að hundsa þegar kemur að nýrunum

9. Gerið tilraunir með krydd.

Kóríander, kanill, engifer, kardimommur og negull sæta mat á náttúrulegan hátt og minnkar sykurlöngun.

10. Hreyfðu þig.

Það hjálpar til við að ná jafnvægi á blóðsykurinn, gefur aukna orku og minnkar spennu 
án þess að þér finnist þú þurfa að innbyrða sykur.

Munið bara, allt er gott í hófi. 

Greinin er frá Heilsutorgi og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

SHARE