Hvunndags eplakaka

Þessi brjálæðisleg girnilega eplakaka er frá Matarlyst.

Hráefni

250 g flórsykur
250 g smjörlíki eða smjör við stofuhita.
Athugið að einnig er gott er að blanda til helminga 125 g af smjöri og 125 g smjörlíki.
3 egg
300 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Smá mjólk 1/2 til 1 dl
100 g suðusúkkulaði saxað eða dropar
1 epli
Kanelsykur ca 1/2 til 1 dl eftir smekk.

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.

Smjörlíki og flórsykri er hrært saman þar til létt og ljóst, einu eggi í einu bætt út í hrært vel á milli. Vanilludropum ásamt þurrefnum bætt út í hrærið örskamma stund, bætið út í mjólk hrærið á meðalhraða í ca 1 mín.
Bætið út í súkkulaði vinnið saman örskamma stund með vélinni eða sleif.

Smyrjið og dassið örlítlu af hveiti inn í form.
T.d
Ég notaði eitt 22 cm form stærð sem er á mynd
Eða 2 stk 23 cm
Eða bara það form sem þið eigið.

Kjarnhreinsið epli og afhýðið, skerið í sneiðar, leggið yfir kökudeigið og sáldrið kanelsykri yfir.

Bakið við 180 gráður í u.þ.b 30-40 mín eða þar til gullin, og þegar prjónn/gaffall kemur þurr upp þegar stungið er í kökuna.

SHARE