Það eru alls ekki allir sem vita þetta en það er eitt sem þú verður að þrífa í uppþvottavélinni þinni, í það minnsta einu sinni í mánuði. Uppþvottavélin heldur sér að mestu hreinni að innan sjálf en ef þessi hlutur er ekki hreinn verður leirtauið aldrei fullkomlega hreint. Um er að ræða síuna í botni uppþvottavélarinnar.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um uppþvottavélina
TikTok-arinn @jettsetfarmhouse mælir með því að þrífa þetta eftir hvern þvott en það er nú alveg óþarfi kannski á venjulegu heimili þar sem leirtauið er skolað áður en það er sett í vélina. Við mælum með því að gera þetta á 3-4 vikna fresti. Ef þið hafið aldrei gert þetta, ekki láta þér bregða þegar þú kíkir á síuna í fyrsta skipti.
Sían er yfirleitt skrúfuð upp með einu handtaki. Þú rennir neðri skúffunni út og getur teygt þig í hana og skrúfað hana lausa. Hún getur verið mjög fitug og full af allskonar matarbitum og ógeði. Mér finnst besta að setja vel af uppþvottalegi í skál og fylla hana af vatni og leyfa henni að liggja aðeins í bleyti. Taka hana svo uppúr og skola með miklum krafti í eldhúsvaskinum og nota tannbursta til að skrúbba erfiðustu fletina.
Sjá einnig: 15 hlutir sem þú vissir ekki að mættu fara í uppþvottavél
Hér er svo rosalega fínt myndband sem útskýrir þetta skref fyrir skref.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.