Þegar þú sást myndina hér að ofan, hvað var það fyrsta sem þú sást. Samkvæmt Wake Up Your Mind sér fólk annað hvort tré, rætur eða varir og það sem það sér FYRST getur sagt mikið til um persónuleika viðkomandi og félagslega færni. Seljum það ekki dýrar en við keyptum það, en það er gaman að þessu.
Tré
Ef það fyrsta sem þú sást var tré, ertu líklega „extróvert“ sem vill ekki láta ráðskast með sig. Þú lifir lífinu eftir þínum eigin reglum og ert óhrædd/ur við að skera þig úr. Þrátt fyrir að vera með gott innsæi þá vilt þú frekar fela tilfinningar þínar en að sýna þær. Mörgum kann að finnast þú frekar dularfull/ur.
Þú ert með þykkan skráp og lætur eins og þér sé alveg sama en innst inni áttu það til að hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsa um þig. Varnarveggirnir sem þú hefur í kringum þig gerir fólki erfitt að kynnast þér og þú átt erfitt með að treysta öðrum. Þú ert tilfinninganæm manneskja og finnur fyrir mikilli samkennd, en það gerir þig ekki veikgeðja heldur þvert á móti. Þú ert sterk/ur og ert alltaf tilbúin/n að segja „já“ við nýjum og spennandi ævintýrum.
Á vissan hátt ertu frjálslynd/ur og tengd/ur heildarmyndinni, alveg eins og trén.
Rætur
Þeir sem sjá ræturnar fyrst eru líklega „intróvertar“. Þú ert fær um að fá uppbyggilega gagnrýni vegna þess að þér er ljóst að mistökin þín, skilgreina þig ekki, heldur kenna þér frekar lexíu sem hjálpa þér að verða bæta þig. Þetta er það sem hefur gert þig að viskubrunni, og kennt þér aga, einbeitingu og ábyrgð. Það er erfitt að lesa í þig og oft fær fólk ekki alveg rétta mynd af þér við fyrstu kynni. Fólki kann að finnast þú leiðinleg/ur en þú ert þvert á móti stórkostlega litríkur persónuleiki, sem gefur aldrei eftir þegar þú ert beitt/ur hópþrýstingi.
Stundum er sjálfstraustið þitt ekki of hátt en þú heldur alltaf í siðferðið þitt. Agi þinn gerir þér kleift að einbeita þér að markmiðum þínum og leiða þig á rétta leið. Þannig nærðu árangri. Rætur þínar eru innra með sjálfri/um þér og þú getur alltaf litið inn á við til að finna réttu svörin.
Varir
Þú gætir verið skilgreind/ur sem rólegur og afslappaður einstaklingur. Þú ert ekki endilega á öðrum enda litrófsins heldur einhvers staðar þarna á milli, lifir meðallífi og átt auðvelt með að líða vel og vera ánægð/ur með lífið. Þú flækir hlutina ekki að óþörfu því þú vilt hafa ró í huganum. Þetta gerir það að verkum að þú leyfir þér að fylgja straumnum í stað þess að vera alltaf að eltast við næsta tækifæri/skemmtun og finna aldrei ánægju.
Þú getur virkað á suma sem barnaleg/ur en í raun og veru, veistu bara hvernig á alltaf að gera það besta úr því sem þú lendir í. Þú þarft ekki hjálp frá öðrum. Í raun ert þú manneskjan sem flestir leita til, til að fá ráð, því þau kunna að meta heiðarleika þinn og sveigjanleika. veist bara hvernig á að gera það besta úr hvaða spilum sem lífið gefur þér. Þú þarft ekki hjálp frá öðrum. Reyndar ert þú oft sá sem aðrir leita til til að fá ráðleggingar þar sem þeir meta heiðarleika þinn og sveigjanleika
Þú ert manneskja sem heilsar lífinu með kossi og faðmlagi, sama hvaða áskoranir þú færð.
Heimildir: www.higherperspectives.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.