11 hlutir sem þú skalt byrja að gera fyrir ÞIG NÚNA

Það skiptir ekki máli hvar þú ert eða hvert þú ferð, þú munt alltaf heyra „life is short“.

En hvað þýðir það eiginlega? Það þýðir að lífið er til þess að njóta, ekki eyða því í neikvæðni og sjálfsvorkun.

„Fólk mun alltaf segja allskyns hluti um þig. Leyfðu þeim það. Ég er að njóta lífsins.“ –

Angelina Joile

Hér eru 11 hlutir sem þú getur byrjað að GERA FYRIR ÞIG NÚNA.

1. BROSTU

Í hvert sinn sem þú brosir þá losar þú um endorfín í líkamanum. Og hvað er endorfín spyrð þú þá kannski? Jú, það er það sem kallað er góðu hormónarnir okkar. Brosum meira, því bros eru jú oftast smitandi. Brostu til ókunnugra og vertu viss að þú getur breytt slæmum degi hjá sumum í jákvæðan brosandi dag.

2. Hlæðu

Á örstuttu augnabliki þá getur þú tekið mjög mikilvæga ákvörðun, að hlæja eða gráta. Þú getur grátið eða þú getur létt á ástandinu með hlátri. Hlátur og fíflaskapur eru afar góð þerapía, því þetta tvennt getur algjörlega breytt þínum degi.

3. Vertu þakklát/ur

Þegar þú vaknar á morgnana þá skaltu ávallt vera þakklát/ur fyrir allar þínar blessanir í lífinu. Það eru ansi margir sem gleyma hversu heppnir þeir eru. Mundu þetta, það er alltaf einhver sem er ekki eins lánsamur og þú ert. Þegar þú byrjar að þakka fyrir blessanir þínar í lífinu þá líður þér mun betur og þakklætið smitar út frá sér.

4. Njóttu útiverunnar

Eitt af því besta sem þú getur gert fyrir þig er að njóta þess að vera úti í náttúrunni. Fylla lungun af fersku lofti og hlusta á náttúruna. Þetta er besta meðalið gegn stressi. Þú þarft ekki nema 5 mínútur í slökun úti í náttúrunni og þú ert góð/ur.

Sjá einnig: Stjörnuspá ársins 2022

5. Láttu tilfinningar þínar eftir þér

Stundum þá erum við pirruð þegar við hundsum tilfinningar okkar. Eitt það besta sem þú getur gert fyrir þig er að taka eftir því hvernig þér líður andlega. Berðu virðingu fyrir tilfinningum þínum því það er ástæða fyrir því að þær gera vart við sig.

6. Vertu góð/ur við sjálfa/n þig

Elskaðu þig. Passaðu upp á að gleyma ekki sjálfri/sjálfum þér. Stundum þarf maður smá sjálfs ást. Farðu í nudd, fótsnyrtingu eða út að borða. Eyddu tíma með sjálfri/um þér. Mundu þetta á hverjum degi, ekki gleyma þér.

7. Lifðu í augnablikinu

Lifðu hér og núna. Það er enginn tími betri en akkúrat núna. Taktu þá ákvörðun að lifa í núinu. Fortíðin og framtíðin skipta engu máli. Hugur sem er sífellt að flakka fram og til baka er ekki hamingjusamur hugur.

8. Þekktu þín takmörk

Stundum þá þarf maður að standa með sjálfum sér. Þú þarft að láta fólkið í kringum þig vita að þú hefur þín takmörk. Þú þarft að vera samkvæm/ur sjálfum þér og ekki láta bjóða þér hvað sem er. Það er í lagi að segja nei.

Sjá einnig: Annáll 2021 – Vinsælustu greinar ársins

9. Hægðu á þér

Taktu því rólega. Í stað þess að vakna of seint og þurfa að fara á handahlaupum í vinnuna, vaknaðu þá fyrr og eigðu gæða tíma með þér á morgnana. Njóttu ferðarinnar. Njóttu dagsins. Andaðu og vertu með þér.

10. Forðastu eitrað ástand

Það koma tímar hjá flestum þar sem við erum með fólk í okkar lífi sem setur okkar hamingju ekki í fyrsta sæti. Svona fólk er ansi oft kallað „toxic“ eða eitrað og falskt. Reyndu eftir bestu getu að losa þig við svona fólk úr þínu lífi.

11. Deildu þinni hamingju með öðrum

Gefðu af þér. Ein sú besta gjöf sem þú getur gefið er að deila þinni hamingju með öðrum. Það gefur fólki oft mikið að taka þátt í sjálfboðastarfi sem dæmi. Hugaðu að öldruðum fjölskyldumeðlimum. Þín hamingja getur nefnilega smitað út frá sér og þannig gefum við líka af okkur út í alheiminn.

„SELF-AWARENESS IS NOT SELF-VENTEREDNESS, AND SPIRITUALITY IS NOT NARCISSISM. „KNO THYSELF“ IS NOT A NARCISSISTIC PURSUIT.“ – MARIANNE WILLIAMSON

Heimild: powerofpositivity.com

Greinin var þýdd og birt á Heilsutorg.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

SHARE