Spáir þú í því hvernig þitt þvag er á litinn?

Það skiptir miklu máli hvernig þvagið okkar er á litinn og það finnst eflaust mörgum það eitthvað feimnismál að fara að fylgjast með því. Ég mæli með að þið gerið það, því litur á þvagi gefur ýmislegt til kynna varðandi líkamann og hvað er að gerast innra með honum.

Flest okkar vilja helst ekki ræða málefni eins og piss eða kúk, en daglega skipta bæði þessi úrgangsefni miklu máli fyrir heilsuna. Við ræðum þetta ekki opinberlega en öll vitum við að of mikið eða of lítið af hvoru tveggja er ekki gott fyrir líkamann. En við svo auðveldlega sturtum þessu bara niður án þess að gefa því frekari gaum.

Það eru samt sem betur fer nokkur atriði sem við tökum eftir þegar við pissum. Það er auðveldara fyrir karlmenn að taka eftir þessu, þeir standa jú þegar þeir pissa, fyrir konur er best að kíkja á salernispappírinn eftir þurrkun til að athuga hvort einhver einkennilegur litur er á þvaginu. Einnig ef þú finnur fyrir sviðatilfinningu þegar þú pissar eða verkjum þá máttu vera viss um að eitthvað er ekki eðlilegt.

Sjá einnig: Viðtal við 23 ára vændiskonu

Við jú finnum fyrir sársaukanum en við finnum ekki hvernig þvagið er á litinn. Þess vegna skiptir það miklu máli að fylgjast með þessu og geta þannig komið í veg fyrir alvarleg veikindi.

Sérfræðingar segja, að það að skoða þvagið sé einfaldasta leiðin til þess að sjá hvað er í gangi í þínum líkama. Ef það er undirliggjandi vandamál einhverstaðar þá mun þvagið láta það í ljós. Breyting á lykt og lit eru vísbendingar um að það sé vandamál að í gangi.

Við vitum að þvag er góð leið til að sýna hvort þú ert ófrísk. Einnig getur það sýnt okkur hvort við séum með þvagfærasýkingu eða höfum borðað í óhófi t.d ber sem eru blá, þá mun þvagið breyta um lit. Ef líkaminn er ekki að fá nægan vökva, breytir þvagið einnig um lit.

Þvag á venjulega að vera ljósgult að lit. Það getur breytt um lit, stundum er það hættumerki en það þarf ekki alltaf að vera alvarlegt.

Hérna eru upplýsingar um þvag og litabreytingar á því og hver ástæðan gæti verið:

Dökk-gult

Þar sem ljós gult er eðlilegur litur á þvagi að þá getur dökk gult þvag verið merki um vökvaskort í líkamanum. Því minna vatn sem þú drekkur þeim mun dekkra verður þvagið. Ef þú lendir í þessu, drekktu þá mikið meira vatn en þú ert vön/vanur að gera.

Rautt þvag

Þetta getur verið allt frá ljós bleikum og upp í dökk rauðan lit. Ef þessi breyting verður hjá þér þá skaltu leita læknis hið fyrsta.

Brúnleitt og næstum svart

Breytist þitt þvag í þennan lit þá eru það oftast merki um að lifrin sé ekki heilbrigð.

Appelsínugult þvag

Ýmis lyf geta breytt lit á þvagi í appelsínugulan. Einnig of mikil drykkja á sítrus söfum og gulrótar djús getur haft þessi áhrif.

Sjá einnig: Blöðrubólga – Þvagfærasýking

Þvag getur sýnt okkur merki um undirliggjandi vandamál eða veikindi sem þarf að taka á strax. Mundu að fylgjast með litnum á þínu þvagi reglulega. Ef það er eitthvað sem þér finnst óeðlilegt, þú verður var/vör við litabreytingar eða finnur fyrir verkjum við þvaglát, leitaðu þá læknis hið fyrsta.

Hér er svo mynd sem sýnir mismunandi litarblæ á þvagi  Þvag “ og útskýringar afhverju það gæti verið að gerast! (klikka á myndina og þá sjást litarbreytingar á þvagi)

Frekari upplýsingar um þetta málefni má svo lesa HÉR

Þessi grein birtist fyrst á Heilsutorgi og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

SHARE