„Ég er betri mamma af því ég er á lyfjum“

Við lásum þessa grein inni á YourTango og ákváðum að snara henni yfir á okkar ylhýra tungumál.


Ég greindist með þunglyndi þegar ég var ung – aðeins 15 ára. Og þó að meðferð mín (og greining) hafi breyst frá þeim tíma – árið 2016, komst ég að því að ég er með geðhvarfasýki og geðsveiflulyfi var bætt inn í. Það má segja að ég hafi verið á lyfjum öll mín fullorðinsár.

Einu skiptin sem ég hef verið án lyfja var á meðgöngu og þegar ég var með barn á brjósti og svo nokkur skipti þar sem ég taldi mig vera „það góð“ að mér fannst ég ekki þau fáu skipti sem ég ákvað að ég væri „allt í lagi“ – þegar ég taldi mig vera nógu stöðuga til að þurfa ekki lengur lyfin.

Auðvitað urðu þessi skipti bara til að minna mig á að ég væri allt annað en stöðug. Ég fór í langt og djúpt þunglyndi og svo í mikla uppsveiflu sem lýsir sér þannig fyrir mig að ég fyllist af orku og sköpunarþörf. Ég skrifa þúsundir orða á klukkustund og hleyp, mjög mikið. Einu sinni hljóp ég í um 2 klukkutíma. Svo geri ég hvatvísa hluti, eins og að skipta um hárlit eða fá mér enn eitt húðflúrið. Hins vegar kemur alltaf að því að ég brotna. Það er óumflýjanlegt.

Sjá einnig: 19 hlutir til að gera í einangrun

Ég misstíg mig, ég dett og að lokum kemst ég ekki aftur á fætur

Þannig að ég tek lyf sem lyfta mér upp og lyf sem róa mig líka. Ég tek lyfin mín alltaf, þ.e. ég tek þau í vinnunni, þegar ég er heima og þegar ég er ein með dóttur mína. Þetta seinasta er eitthvað sem fólk á það til að vera ósátt við. Það verður til þess að um mig er pískrað og ég er gagnrýnd og fullt af fólki hefur dæmt mig vegna veikinda minna.

Af því ég er „lyfjuð“ móðir.

Ég hef verið kölluð „veikgeðja“ og „pilluæta“. Ég hef verið sökuð um að taka lyf til að „stimpla mig út“ og forðast erfiðan raunveruleika lífsins, og sumir hafa jafnvel lagt til að það ætti að láta taka börnin mín af mér. Vegna þess að foreldrar eigi að vera „heilir í hugsun“ og meðferðin við sjúkdómi mínum geri mig einhvern veginn „óheilbrigða í hugsun“?

En sannleikurinn er sá að ég er hvorki vond manneskja né slæmt foreldri. Lyf gera mig ekki að slæmri mömmu og ég tek ekki Zyprexa, Lexapro eða Xanax til að fela mig fyrir tilfinningum mínum eða deyfa þær. Ég tek lyf – ávísað lyf – til að róa hugann, koma skapinu í jafnvægi og til að hjálpa mér að verða betri manneskja … og foreldri.

Já, Zyprexa, Lexapro og Xanax gera mig að betri mömmu

Og ég er ekki ein. Eins og HuffPost greindi frá, árið 2011, sýndu rannsóknir Medco Health Solutions að 1 af hverjum 4 konum var/hafði verið að taka þunglyndislyf – og margar fleiri tóku kvíðastillandi lyf. Hvers vegna? Vegna þess að milljónir manna glíma við geðrænan vanda og milljónir okkar þurfa smá hjálp við foreldrahlutverkinu og í lífinu.

Ég er ekki alltaf stolt af því að vera háð lyfjum. Ég finn fyrir sektarkennd og skömm. Ég velti því fyrir mér hvers vegna ég geti ekki verið „venjuleg“ og hvers vegna dóttir mín þarf að alast upp með þessari mömmu, þeirri sem er með stuttan þráð og grætur oft. Sú sem er í ójafnvægi og full af kvíða og sú sem þarf að leggja sig oft á tíðum. Ég finn fyrir þessari sektarkennd og skömm þegar ég ligg bara í sófanum á meðan dóttir mín litar eða horfi á teiknimyndir.

Góðu fréttirnar eru hinsvegar þessar: Vegna lyfjanna minna eru sófadagarnir undantekning. Lyfin mín hjálpa mér að einbeita mér og virka. Það heldur tilfinningum mínum í jafnvægi og mér í lagi. Þau gera mér kleift að leika og vera til staðar fyrir dóttur mína.

Sjá einnig: Spáir þú í því hvernig þitt þvag er á litinn?

Dóttir mín á það skilið að eiga góða móður og ég á það líka skilið að vera henni góð móðir. Hún á skilið heilbrigða mömmu, mömmu sem er í jafnvægi og á staðnum. Mömmu sem hún getur talað við og hallað sér að. Svo myndi enginn dæma mig ef ég tæki insúlín til að stjórna sykursýki eða statín til að stjórna kólesterólinu mínu. Svo hvers vegna ætti einhver að dæma mig fyrir að taka lyf sem stjórna geðheilsu minni? Stýra þau huga mínum?

SHARE