Farþegar á leið í lest, í Kaliforníu, með grímur, í inflúensufaraldrinum árið 1918
Það getur verið erfitt að horfa til baka á sögu okkar mannanna en nauðsynlegt, til að sagan endurtaki sig ekki. Allar þessar myndir eru sögulegar og margar mjög skemmtilegar en aðrar mjög átakanlegar. Það er vert að vara viðkvæma við sumum af þessum myndum hér að neðan.
Munið þið eftir myndinni af verkamönnum, sem voru að byggja Empire State bygginguna, að borða hádegismat? Þetta er sá sem tók myndina af þeim Maður tekur sjálfu með því að nota prik um 1957 Starfsmaður í kolanámu í Gelsenkirchen í Þýskalandi, bíður eftir að komast í sturtu eftir vakt um árið 1958 Samkynhneigðar konur ganga í hjónaband í Búdapest í Ungverjalandi árið 1920. Hollensk stúlka fær mynd af Hitler í verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á íþróttamóti í Hollandi árið 1941. Frá byggingu Eiffelturnsins í júlí 1888. (lituð mynd) Sjóliðar heilsa fyrrum hermanni með virktum í Leningrad árið 1989. Kona mótmælir of efnislitlum sundfötum á Flórida strönd árið 1985 Martin Luther King Jr fjarlægir brendan kross úr garði sínum árið 1960. Kafari árið 1899. Talið er að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin hefur verið neðansjávar. Lögreglumaður stöðvar umferð fyrir kisu sem er að fara yfir götuna með kettlinginn sinn, árið 1925. Farþegar á leið í lest, í Kaliforníu, með grímur, í inflúensufaraldrinum árið 1918 Maður tekur róðraæfingu í æfingarsal skipsins Titanic árið 1912. Önnur af aðeins tveimur myndum sem til eru af Billy The Kid. Hann er maðurinn með pípuhattinn og myndin er frá 1877. Díana prinsessa skammar 7 ára gamlan son sinn um árið 1991. David Bowie þegar hann var handtekinn fyrir að vera með Marijúana á sér, í Rochester árið 1976 Drengir öskra á og áreita fjölskyldu Horace Baker, sem var fyrsta þeldökka fjölskyldan sem flutti í hverfið. Myndin er tekin í Pennsylvaníu þann 30. ágúst 1963. Gömul kona fékk 5 mínútur til að koma sér út úr húsinu sínu og tók mynd af manninum sínum og mottur með sér. Rússar eyðilögðu svo heimilið. Hún hafði þegar misst son sinn og eiginmann. Myndin var tekin í Grozny árið 1995. Píramíti búinn til úr hjálmum þýskra hermanna við lok fyrri heimsstyrjaldar. Myndin er tekin við Grand Central í New York árið 1919. Vestur-þýsk börn tala við austur-þýska hermenn við Berlínarmúrinn árið 1989. Freddie Mercury með móður sinni árið 1947. Hinn 21 árs gamli Yves Saint Laurent við jarðarför Christian Dior árið 1957. Meðlimir Ku Klux Klan í parísarhjóli í skemmtigarði John Lennon gefur Mark David Chapman eiginhandaráritun. 5 klukkustundum síðar myrti Mark David, John, í New York. Árið var 1980. Þetta er alveg einstök mynd en hún sýnir Niagara fossa án vatns árið 1969. Einn af yngstu blaðsöludrengjum sem vitað er um. Hann var 4 ára þegar myndin var tekin og seldi hann blöð í Tampa á Flórida. Bráðabirgðasjúkrahús í stríðinu í Víetnam um árið 1970. Nixon snæðir kvöldverð með ráðamönnum í Kína árið 1972. Konur á gangi í Kabul í Afganistan árið 1972. Maður gætir fjölskyldu sinnar fyrir mannætum í hungursneyðinni í Madras árið 1877. Stalin í Bailov fangelsi í Azerbaijan í mars 1910. Frumbyggjabörn neydd til að biðja til guðs í skóla sem rekinn var af kanadíska ríkinu og Kaþólsku kirkjunni. Skólinn var starfandi til 1970. Skógarhöggsmaður með fjölskyldu sinni við 1300 ára gamalt tré, árið 1892. Amerískur hermaður veitir þýskum hermanni fyrstu hjálp í Frakklandi árið 1944. Franskir hermenn hlaupa framhjá hundi með gleraugu og pípu árið 1915. Ítalskur hermaður gefur munaðarlausu barni að borða í Mogadishu árið 1993. Við tökur á matreiðsluþættinum The French Chef með Julia Child árið Kubrick tekur mynd af sér með dóttur sinni í spegli. Jack Nicholson heldur að verið sé að taka mynd af honum. Kínverskur skæruliði brosir til myndatökumanns, rétt áður en hún var tekin af lífi af Japönum. Hún var aðeins 24 ára og myndin er tekin 1938. John F. Kennedy gengur hús úr húsi í kosningabaráttu sinni árið 1960. Eftirlifendur hraða sér á bókasafn skóla síns eftir skotárásina í Columbine árið 1999 Þessi mynd er tekin í Grand Central árið 1929. Sólin skín ekki lengur í gegnum gluggana því háhýsi eru allt um kring. Maður óskar eftir starfi og ber ferilskrána utan á sér. Myndin er tekin um 1930. David Attenborough skemmtir Karli bretaprins og Anne prinsessu með Cockado árið 1958. Ryksuga notuð árið 1906. Strönd í Íran nokkrum mánuðum fyrir íslömsku byltinguna árið 1979 Hin 16 ára Brenda Spencer yfirgefur dómssal í Santa Ana, Kaliforníu, eftir að hafa játað á sig tvö morð en hún særði 9 til viðbótar, árið 1979. Maður leitar að bókum á gamla almenningsbókasafninu í Cincinnati. Byggingin var rifin 1955. Í dag standa skrifstofubygging og bílastæði þar sem það var áður. Hitler æfir ræðu fyrir framan spegil. Myndin er tekin af einkaljósmyndara hans Heinrich Hoffman, 1925 Fréttamennirnir sem afhjúpuðu Watergate-hneykslið horfa á Nixon forseta segja af sér, 1974 Mafíósar fela andlit sín í réttarhöldum yfir Al Capone árið 1931 Börn látin sofa úti til að styrkja ónæmiskerfið. Mynd tekin í Moskvu árið 1958. Kona sker afmælisköku sína í Íran 1973, 5 árum fyrir íslömsku byltinguna Nirvana í myndatöku fyrir plötu sína Nevermind, sem kom út fyrir 30 árum síðan, árið 1991
Heimildir: Bored Panda
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.