Þig mun langa að koma hugmyndum þínum, sem þú hefur haft í kollinum lengi, í framkvæmd. Þú ræðir þær við vini og samstarfsfélaga og finnur leið til að láta þetta allt ganga upp fjárhagslega. Mánuðurinn mun samt ekki bara snúast um vinnu, því um miðjan mánuð mun ævintýraþráin vakna og þig langar að stíga út úr hversdagslegum venjum og gætir bókað þér ferð til útlanda eða byrjað að læra nýtt tungumál. Fólk gæti leitað til þín til að fá ráð, leiðsögn og innsýn, en passaðu að láta það ekki stíga þér til höfuðs. Vertu bæði kennari og nemandi því þú getur alltaf lært eitthvað af öðrum.
Í kringum 18. febrúar ferðu að hugsa um hluti sem eru þér nær og verð meiri tíma með fjölskyldunni.