Á þessum tíma árs langar þig svolítið bara að leggjast í hýði. Það er kalt og dimmt úti en svo fer að léttast á þér bráin í febrúar. Þú ferð að huga meira að heilsunni þinni, passa upp á svefninn, næringuna og hreyfinguna. Fólk mun dást að þeim hæfileika þínum að styðja við bakið á öðrum í þessum mánuði en þú verður að passa þig að gefa ekki alltof mikið af þér og vera svo eins og sprungin blaðra eftir á. Þú þarft að hafa sterkari persónuleg mörk og þarft að æfa þig í að gefa af þér án þess að „taka frá“ sjálfri/um þér. Ef einhver biður um hjálp geturðu hjálpað en þú átt ekki að þurfa að taka allar ábyrgðina fyrir einhvern annan.
Vertu góð/ur við sjálfa/n þig og mundu að þú ert nákvæmlega þar sem þú átt að vera.