Það fór eflaust ekki framhjá neinum að Kim Kardashian klæddist kjól frá Marilyn Monroe á Met Gala á dögunum. Þetta vakti mikla athygli, ekki síst vegna þess að Kim sagði frá því að hún hefði þurft að „svelta“ sig til þess að passa í kjólinn. Marilyn klæddist kjólnum þegar hún söng, svo eftirminnilega, afmælissönginn fyrir John F. Kennedy.
Sjá einnig: Glæsileg eftir fertugt
Nú hefur fatahönnuðurinn Bob Mackie tjáð sig um þetta uppátæki Kim og er alls ekki sáttur. Hann segir að sá sem hafi leyft Kim að fá kjólinn ætti að vera kærður. „Ég tel að þetta hafi verið mikil mistök,“ sagði Bob, sem er 82 ára, við Entertainment Weekly. „Marilyn var gyðja. Brjáluð gyðja, en gyðja samt sem áður. Hún var bara stórkostleg. Enginn myndast enginn eins og hún. Kjóllinn var saumaður og hannaður fyrir hana. Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól.“
Aðrir hafa verið sama sinnis og Bob og meðal annars nefnt að svona gamlar flíkur verði að geymast við ákveðnar aðstæður og Kim hefði frekar átt að láta sauma á sig alveg eins kjól, frekar en að nota kjól Marilyn.
Heimildir: HollywoodLife