Hafragrautur
Ef þú borðar hafragraut reglulega hafa rannsóknir sýnt að þú getur lækkað kólestrólið í blóðinu. Hafrarnir eru líka fullir af Omega-3 fitusýrum og fólinssýrum. Hafragrautur er fljótlegur og trefjaríkur og ætti að vera einfaldur morgunverður. Ef þig langar að hafa sætt bragð af grautnum settu þá ávexti út í hann eða hunang. Forðastu að nota hvítan sykur.
Grískt jógúrt
Það er tvöfalt meira af kalsíum og próteini í grísku jógúrti en venjulegu jógúrt þannig að þú færð betri fyllingu í magann af því. Fljótlegur morgunverður og auðvelt að grípa með sér ef maður er seinn.
Greip
Ef þú ert að reyna að létta þig þá hafa rannsóknir sýnt að ef þú borðar hálft greip fyrir hverja máltíð, þá léttistu mun hraðar. Það er meðal annars því að þakka að greip hefur góð áhrif á blóðsykurinn og insúlínið en það styrkir líka ónæmiskerfið.
Bananar
Það jafnast ekkert á við banana í morgunmat til þess að minnka nart-nörfina yfir daginn. Ef bananinn er örlítið grænn ennþá er hann meira að segja enn betri og fyllingin í maganum varir lengur. Flott að brytja hann niður og setja út á morgunkornið eða hafragrautinn.
Kaffi
Það er talið að kaffi geti spornað gegn ákveðnum sjúkdómum eins og sykursýki og krabbameins í blöðruhálskirtli og eins er talið að kaffi geti lengt líftíma fólks.
Auðvitað er ekki átt við að þú eigir að setja fullt af sykri í mjólk í kaffið heldur að sleppa sætunni og nota frekar fitulitla mjólk í kaffið.
Te
Ertu ekki kaffimanneskja? Þá er tilvalið að fá sér smá te í staðinn. Te er fullt af andoxunarefnum og styrkja ónæmiskerfið. Rannsóknir sýna að ef þú drekkur um 5 bolla af tei á dag, hjálpar það til við að grennast og þá sérstaklega um miðsvæðið.
Kiwi
Það eru 65 milligrömm af C vítamíni í einu kiwi sem er næstum því jafn mikið og í heilli appelsínu. Kiwi er líka trefjaríkt og frábært fyrir meltinguna.
Morgunkorn
Það er ekki alveg sama hvaða morgunkorn þú velur. Veldu helst eitthvað sem inniheldur í það minnsta 5 grömm af trefjum og minna en 5 grömm af sykri. Notaðu svo fitulitla mjólk út á kornið.
Trönuberjasafi
Trönuberjasafi heldur bakteríuflórunni góðri. Ef þú færð gjarnan blöðrubólgu eða þvagfærasýkingar, þá er trönuberjasafi algerlega ómissandi hluti af morgunverðinum. Þetta er ekki bragðbesti safinn á markaðnum en hann mun gera kraftaverk fyrir þvagblöðruna. Hálft til eitt glas á dag, kemur blöðrunni í lag.