Íslendingur tekur þátt í spennandi keppni!

Ester Ósk Árnadóttir er að taka þátt í ansi skemmtilegri keppni sem heitir ,,Biggest, Baddest, Bucket list‘‘ og sér fyrirtækið um það að aðstoða fólk við það að fara í heimsreisu.
Keppnin sem um ræðið snýst um að gera myndband og safna atkvæðum útá það.
Kosningum líkur 1 apríl og 10 efstu verða tilkynntir þann 8.

Það er til mikils að vinna, 6 mánaða ferðalag um heiminn ásamt 6 milljónum íslenskra króna.
Ester hefur lengi verið að plana heimsreisu og væri því frábært fyrir hana að komast út!
Tíu einstaklingar munu koma til með að fara til London sér að kostnaðarlausu og hitta þar dómnefnd, kynna sig og keppa við hina níu um það að verða þeirra fulltrúi.
Sá sem verður fyrir valinu fær svo stóra ferðalagið í 6 mánuði frítt um heiminn.
Manneskjan tekur myndablogg og bloggar fyrir ,,My destionation sem er eitt og sér mjög spennandi.
Ester er í fjölmiðlafræði við Háskólan og er þetta þar sem hennar áhugasvið liggur.

Ester þarf fullt af atkvæðum í viðbót og væri því frábært ef við Íslendingar gætum tekið okkur saman og kostið hana áfram.
Myndbandið og kosning er hér.
Hægt að kjósa á fimm miðlum, Facebook, Twitter, Stumble, Pintrest og +1 sem er gmail.
Það geta allir kosið fimm sinnum, einu sinni á hverjum miðli. Það er semsagt grænn kassi við hliðina á myndbandinu þar sem þessir fimm miðlar eru, þar á t.d. á ýta á facebook takkann og share-a myndbandinu og þá er atkvæði komið inn í gegnum facebook.

Koma svo, kjósum og deilum fréttinni!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here