Stjörnuspá fyrir september 2022 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars — 19. apríl

Nú er kominn tími til að velta fyrir sér hver markmið þín eru í lífinu. Þegar það er komið á hreint munt þú þróast í áhrifaríkan, sjálfbjarga einstakling sem getur látið frábæra hluti gerast í lífi þínu hvenær sem er. Ástvinir þínir munu veita þér mikla athygli og umhyggju.

Vinnan þín mun krefjast meira af þér en vanalega þannig að þú þarft að mæta vel og leggja þig alla/n fram um þessar mundir. Vertu viss um að þú sért að gera eins vel og þú mögulega getur. Þú verður að passa þig að hafa heiðarleg og einlæg samskipti við maka þinn, ef þú ert í sambandi, svo ástin blómstri.

Þú ættir kannski að fara að stunda núvitund og huga sérstaklega að daglegri rútínu þinni. Þú ættir líka að íhuga að slökkva á tilkynningunum í símanum þínum, þær valda bara áreiti og truflun.